Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 55
Skírnir Halldór Kiljan Laxness 51
mörk hins byggilega heims er sú hetjusaga, sem er öllum
rökum ríkari.
Þótt einstaka persónur Kiljans séu að nokkru leyti mál-
pípur hans, svo sem örn Úlfar í Sölku Völku og Ugla í
Atómstöðinni, vaxa þær þannig flestar samkvæmt eigin lög-
máli, lifa sínu lífi, verða „sjálfstætt fólk“ gagnvart höfundi
sínum og skapara. Og sjálfur hefur Halldór Kiljan ekki frem-
ur en Bjartur í Sumarhúsum hopað frá þeim harðréttislönd-
um, sem hann kaus sér til æviathvarfs, þótt einnig hafi
áfallið hann — sem alla mikla höfunda — reynslan um, hve
erfitt er þar til ræktunar. Hann hefur líka haldið lengra og
lengra inn á heiðarnar, ávallt lagt á nýjar leiðir í list sinni,
bæði um efni og tækni. Hann hefur gert sögur af Islending-
um í alls konar umhverfi, í Vesturheimi og Kaupmannahöfn,
á flakki utan lands og innan, en aðallega búandi á Islandi, í
sjávarþorpi og Reykjavík — og í sveitum, allt frá heiðarkoti
til biskupsseturs — að ógleymdu sjálfu alþingi á Þingvelli.
Og þessar sögur gerast hæði í samtímanum og á liðnum öld-
um. Svo margvísleg eru sögusviðin. Enn fjölbreytilegri eru
þó persónurnar, ekki aðeins svo að segja af öllum stéttum
þjóðfélagsins, heldur af ólíkustu manngerðum, frá óheflaðasta
rudda til hálfgildings helgimyndar. En auðugastur af öllu
er þó ef til vill stíllinn, sem breytist stöðugt til samræmis
við efnið, svo að þar er að finna óteljandi tegundir og blæ-
brigði, allt frá einfaldleik ævintýrisins til mestu sundurgerð-
ar, frá skammæjum, erlendum tízkustíl, svo sem súrrealisma,
til hreinnar og tiginnar gullaldaríslenzku, frá grófu og rusta-
legu orðbragði til fíngerðrar, ljóðrænnar fegurðar. Upp á síð-
kastið hefur Halldór mjög ástundað knappan stíl, sem gleggst
er víða í íslandsklukkunni, svo sem í upphafi hennar, þar
sem er merkilegur hraði, harka, heiðríkja. En í þeim sögu-
bálki öllum kemur einnig glögglega fram það, sem áður var
að vikið, hvernig fært er í stílinn, stækkað eða dregið saman,
jafnt í tíma sem rúmi, þar sem persónur þær, sem eru efni-
viður eða tilefni sögufólksins, voru ekki allar uppi samtímis.
Hinn takmarkaði söguheimur verður ný og auðugri veröld,
með meira inntaki en raunheimurinn, lífið í samanþjöppuðu