Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 244
238
Ritfregnir
Skirnir
refsiverndina mætti geta þess, að talið er, að fasteignir geti verið andlag
fjársvika og væntanlega fjárkúgunar (og ráns). Enn fremur er ekki getið
fjárdráttar á bls. 172. Þátturinn um gertæki er ákaflega vandaður, og eru
þar kannaðar rækilega dómsúrlausnir um efnið. Er niðurstaða höf. sú, að
efnislegi eignarétturinn ráði úrslitum um það í höfuðdráttum, hvort
gertækisrefsingu verði beitt. Ef sá, er tók hlutinn úr vörzlum manns,
reynist eiga hann, verði ekki refsað, ef vörzlur hans eru ólögmætar gagn-
vart hinum.
f 11.—14. kafla er fjallað um eignaafsöl, ýmist almennt (11. kafli) eða
um afsöl að einstökum réttarandlögum, fasteignum (sbr. 12. kafla), lausa-
fé (sbr. 13. kafla) eða öðrum hagsmunum (sbr. 14. kafla). Við eigna-
afsölin er í mörg horn að líta. Rekja þarf réttarsambandið milli aðilja,
afsalsgjafa og afsalshafa, og greina, við hvaða atvik eignaréttur færist
yfir til afsalshafa og hversu meta eigi gildi gerningsins í sambandi þeirra
á milli. Þótt gerningurinn sé gildur milli þessara aðilja, er ekki skorið
úr því, hvort gemingurinn sé skuldbindandi fyrir skuldheimtumenn af-
salsgjafa eða erfingja hans. Enn fremur þarf að rannsaka, frá hvaða tíma
skuldheimtumenn og aðrir þeir, sem leiða rétt sinn frá afsalshafa, geti
nýtt sér rétt hans. Er þetta mál allt rakið rækilega og einnig reglurnar
um tryggingarréðstafanir í sambandi við afsöl, svo sem um þinglýsingu.
Sérstakur þáttur er og um það, er afsalsgjafi áskilur sér eignarétt að
hinum afsöluðu munum, unz verð þeirra sé fullgreitt.
1 lokakafla ritsins, 15. kafla, er rætt um traustfangsreglur, einkum í
sambandi við viðskiptabréf.
Um fræði þau, er rit próf. Ólafs varðar, hefur mjög lítið verið ritað hér
á landi. Er ritið því að miklu leyti algert brautryðjandaverk. Þetta verk
hefur höf. tekizt svo vel, að ég hika ekki við að nefna rit hans stórvirki.
Greinargerðir allar eru ljósar og skýrar, aðalatriði skilin gjörla frá atrið-
um, er minna vega, en heimildir allar kannaðar rækilega. Ályktanir höf.
em mjög traustar og hófsamlegar og lýsa frjálslyndi höf. og félagshyggju
hans. Er ritið hið bezta fallið til kennslu, en auk þess mjög góð handbók,
svo sem fyrr greinir.
f ritinu eru nokkrar prentvillur, sem ástæðulaust er að greina hér, þar
eð þær koma yfirleitt ekki að sök. Á stöku stað hafa tilvitnanir þó af-
lagazt af þessum völdum, og þykir rétt að geta þeirra staða hér. Á bls.
19 er vitnað til 20. gr. laga nr. 101/1943, á að vera 21. gr. Á bls. 32 er
getið laga nr. 44/1941, ártalið á að vera 1947. Á bls. 44 er vitnað til
263. gr. hegningalaga, á að vera 163. gr. Á bls. 58 er tilvitnun til 4. gr.
1. nr. 40/1948, en á að vera 3. gr., og á bls. 134 er getið 22. gr. 1. nr. 42/1926,
í stað 23. gr. Á bls. 204, 13. 1. a. o. „afsalshafi", í stað „afsalsgjafi", og á
bls. 216, 20. 1. a. o. „173. gr. 3. mgr. sigll." á að vera 173. gr. 1. mgr.
Og loks er á bls. 218 vitnað til 56. gr. kaupalaga, en á væntanlega að
vera 57. gr. Ármann Snœvarr.