Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 188
184
Martin Larsen
Skirnir
Veruleikinn er líka dálítið öðruvísi en þjóðsagan. Bókinni,
sem vann H. C. Andersen álit, Gönguför frá Hólmasundi til
Amakurs (1829), var tekið með allri þeirri sæmd, sem á
mætti kjósa. Sá ritdómari, sem var talinn óvægnastur í dóm-
um á þeim árum, J. L. Heiberg, skrifaði um hana ritdóm,
sem gladdi H. C. Andersen ákaflega. „Þetta unga skáld,“
segir Heiberg, „sem hafði þegar unnið sér álit og hylli, áður en
hann samdi þessa bók, með nokkrum ljóðum, flestum gaman-
sömum, hefur í Gönguför sinni án efa fundið hæfilegt snið
þeirra umskipta, sem skáldskapargáfa hans var að taka, sem
sé frá því ljóðræna, sem nálega hvert skáld byrjar á, til raun-
særri skáldskapar.“
Fyrsta skáldsaga H. C. Andersens kom út 1835; það var
„Improvisatoren“ (Talandi skáld). Andersen fannst sjálfum,
að útkoma þessarar bókar væri sigur, þótt hann vendist smám
saman á að setja aðfinnslurnar fyrir sig. Um þessa bók skrif-
aði m. a. dagblaðið „Dagen“: „Atburðarásin í sögunni er
mjög eðlileg og vel rökstudd, persónurnar vel til fundnar og
sjálfum sér samkvæmar og náttúrulýsingar gerðar af brenn-
heitu og fjölskrúðugu hugmyndaflugi. Þetta rit er einnig
mjög fallegt að málfari og vafalaust það verk þessa unga,
gáfaða skálds, er fegurst sýnir þroska hins auðuga ímyndunar-
afls hans, og það verðskuldar, að því sé veitt sérstök athygli.“
Ritdómarinn í „Dansk Litteratur-Tidende“ er mjög nákvæm-
ur; hann er ekki aðfinningalaus, en hann kann að meta frá-
sagnargáfu H. C. Andersens. Ritdómarinn minnist á „þá ákaf-
lega fjörugu og litauðugu lýsingu á þeim áhrifum, sem fjöll
og dalir á Italíu höfðu skilið eftir í huga hans. Þessar lýsingar
eru þrungnar óvenjulegum næmleik á náttúrufegurð, ásamt
glöggri sjón og fágætum hæfileika að mála af hrifni og sann-
leika.“
Þessum hæfileika, að teyga í sig náttúruna og lýsa því,
sem hann sá, í allri sinni dýrð, — og hann kom H. C. Ander-
sen að góðu haldi í ævintýrum hans, — veittu einnig aðrir
ritdómendur athygli. „Maanedsskrift for Litteratur“ birti rit-
dóm um „Improvisatoren“, ásamt næstu skáldsögu H. C.
Andersens, „O.T.“ (1836), að vísu ekki fyrr en ári síðar en