Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 182
MARTIN LARSEN:
H. C. ANDERSEN OG GRÍMUR THOMSEN
Snúið hefur á íslenzku Pétur Sigurðsson
Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson gerir í ritdómi í Skími
(CXXIV. ár, bls. 225) réttilega athugasemd við ummæli próf.
Richards Becks (í History of Icelandic Poets) um þann þátt,
er Grímur Thomsen hafi átt i þvi að koma Dönum til skiln-
ings á H. C. Andersen. Þar sem margir Islendingar eru á
sama máli sem Richard Beck í þessu efni, er ekki úr vegi að
rannsaka nánar þennan kafla í skiptum Dana og íslendinga.
Það má telja næsta eðlilegt, að saga Gríms Thomsens og
H. C. Andersens komi hvor við aðra. Forlögum þeirra svipar
saman um sumt, enda þótt æviferill þeirra væri að öðru leyti
harla ólikur. Þeir fara báðir út í lönd til þess að afla sér
frægðar, H. C. Andersen af því, að hann hafði tröllatrú á því,
að ævintýrið um fátæka drenginn, sem var hrakinn og hrjáður
og hreppti um síðir hamingjuna, væri ekki einungis skrök
í bókum, heldur veruleiki; Grímur Thomsen til þess að kom-
ast til mannvirðinga og jafna á þann veg metin milli föður
síns, er var alþýðumaður, og móður sinnar kynborinnar. Þetta
er báðum meginmarkmið, allt annað verður að lúta; þeim er
báðum ljóst, að það mark, er þeir hafa sett sér, er kostnaðar-
samt, hvorugur hefur efni á því, að stofna til hjúskapar. H. C.
Andersen kvæntist aldrei, Grímur Thomsen ekki fyrr en hann
var orðinn bóndi á Bessastöðum og þurfti konu til búsforráða.
Báðir fá að kenna á annmörkum frægðarinnar, — Grímur
Thomsen öllu heldur veraldargengisins. Tindurinn bjarti var
ekki að öllu eins og þeir höfðu gert sér í hug. „Grenitréð"
H. C. Andersens, er greinir frá „unaðarsælasta kveldi“ trésins,
sem var liðið, áður en varði, á sér miklu beiskari hliðstæðu
i kvæði Gríms Thomsens, „Á Glæsivöllum“, þar sem segir