Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 181
Skírnir
Vísa í Hávamálum og írsk saga
177
landslag, verður maðurinn í þessum norðlægu ritum hylltur
af hrikalegri fegurð fjalla, skóga og auðna. En ekki skal ég
fara lengra út í þá sálma í þetta sinn.
1 Vita Merlini virðist Merlin ærast, þegar hann lítur víg-
völlinn, þar sem þrír bræður hans liggja dauðir. En í Lai-
lokens-sögninni skiptir það hins vegar miklu máli, er Lai-
loken lítur upp og sér hina hræðilegu sýn í lofti. Ef rétt er
skoðun Carneys, að sögnin af Suibne eigi rætur að rekja til
Lailokens-sagnarinnar, verður að telja fullvíst, að frá önd-
verðu hafi svo verið sagt frá Suibne, að hann leit upp í
orustunni, og greip æðið hann þá. Þetta er auðvitað mikils-
vert atriði í þessari rannsókn.
VII.
Nú er komið að því að draga dæmin saman. Á víkingaöld
hefur gengið um írland saga af Suibne geilt, og kvæði eru
ort, sem lögð voru þessari söguhetju í munn. Hversu sem
þessi saga var að öðru leyti, má telja víst, að hún hafi sagt,
að Suibne hafi orðið fyrir reiði dýrlings, sem bölvaði honum;
hann var í orustu, leit hann þá upp, og hrinu þá bölbænirnar
á honum, svo að hann varð að gjalti og rann brott úr orust-
unni út á eyðiskóga.
Þessi saga var alkunn á írlandi. Hún má einnig hafa verið
sögð af einhverju írsku fólki í Suðureyjum, Orkneyjum, á
Hjaltlandi, Islandi og hver veit hvar. Norrænn maður heyrir
hana, og hún fær mikið á hann. Skáldinu, sem orti Lodd-
fáfnismál, voru mjög hugleiknir galdrar, það mætti hafa verið
hann. En um það verður þó að sjálfsögðu ekki fullyrt. En
þessum manni, hver sem hann var, hefur hrosið hugur við
ógn sögunnar, og hann yrkir heilræðavísu sína. tJr sögunni
festi hann sér aðalatriðin í minni, þau atriði, sem helzt bar
að gjalda varhuga við í reyndinni. Á bölbænum dýrlingsins
og töfrabrögðum norrænna galdramanna sá hann ekki mik-
inn mun, hvort tveggja rænti menn heill. Þannig verður
vísan ekkert frábrugðin öðrum varnaðarráðum Hávamála, og
engin ástæða væri að gruna, að hér væri nokkuð írskt, ef
ekki kæmu hér fyrir orðin gjalti glíkir.
12