Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 110
106
Jóhann Sveinsson
Skírnir
hann var tíðast kallaður, og er víða talin honum á pivnti,
t. d. í Hafrænu (Rvk. 1923, útg. af Guðmundi Finnbogasyni),
bls. 268:
Hvals um vaðal vekja rið
vindar aðalbornir.
Holgómaðar hrína við
Hrannarstaða nornir.
En vísan er í rímum af Gísla Súrssyni (Kh. 1857 og Bessast.
1908) eftir Sigurð Breiðfjörð (III, 23). Sú sögn hefur verið
á gangi, að Skálda-Lási og tveir aðrir hafi gert sína vísuna
hver um hamfarir sjávarins, og hef ég heyrt aðra vísuna
auk þeirrar, sem hirt er hér að ofan og Lása er eignuð. Sýnir
þetta, hve hæpið er að treysta sögnum um tildrög vísna. En
ekki er furða, þótt þessi snjalla og myndríka siglingavísa yrði
landfleyg.
I ungdæmi mínu voru á flækingi nokkrar vísur, kynjaðar
úr Tútu rímum og Gvilhelmínu (taldar víða í handritum
ortar 1822) eftir Hallgrím lækni Jónsson á Nautabúi og víðar
(1787—1860). Margir munu hafa haldið þær lausar vísur.
Orðið hef ég sumra vísnanna var utan Norðlendingafjórðungs,
svo að rímurnar hafa verið allvíða þekktar eða að minnsta
kosti vísur úr þeim. Rímurnar eru ortar út af ævintýri og
því allýkjulegar. Kóngssonurinn Túta (Tútus) biðlar til
kóngsdótturinnar Gvilhelmínu. Læzt hún taka honum, en
leikur hann síðan smánarlega, rænir hann þremur töfra-
gripum og ætlar honum bráðan bana. Hefnir hann sín síðar
á henni með því að koma því svo fyrir, að hún og drottn-
ingin, móðir hennar, neyttu epla, sem þá náttúru höfðu, að
nef neytandanna lengdust og löfðu allt niður á hné. Skáldið
segir svo frá látæði mæðgnanna eftir eplaátið:
Inni sátu orðlausar,
— óhöpp voru gefin, —
hengdu niður hendurnar
og horfðu á stóru nefin. (VIII, 20.)
Nokkru síðar kemur Túta kóngsson í stafkarlsgervi og býður
kónginum að reyna að lækna þær mæðgur. Hafði hann með
sér vatn úr lind, sem hafði þá náttúru að bæta mein þetta.