Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 109
Skírnir
Perlur úr festi
105
er hér á efninu haldið, stöðug stígandi frá fyrsta vísuorði
til hans síðasta. Þessar vísur Sigurðar báðar eru léttar, ein-
faldar og gamansamar, þótt bragfræðilega sé þeim nokkuð
áfátt, t. d. mikið um aukaatkvæði. Annars ættu Stellurímur
að geta orðið nútímamönnum góður lestur, því að þær eru
tiðum fyndnar og skemmtilegar.
Mjög vinsæl hefur vísa þessi orðið, en margir munu þó
ekki vita, hvert hún á rætur að rekja:
Það er vandi að velja sér
vif í standi þrifa,
en ólánsfjandi, ef illa fer,
í því bandi að lifa.
Hún er úr rímum af Gunnari á Hlíðarenda (Ak. 1860) eftir
Sigurð Breiðfjörð (V, 75). Á undan vísunni greinir frá því,
að Gunnar festi sér Hallgerði, og er vísan hugleiðingar skálds-
ins um þennan atburð og jafnframt um vandamál hjúskapar
almennt, en um þau gat skáldið sjálft af reynslu talað. Vísan
snertir mjög sifellt vandamál allra tíma, er óþvinguð og ein-
föld og hafði því góð lífsskilyrði.
Vísa sú, er hér fer á eftir, er úr rímum af Frans Dönner
(Viðeyjarklaustri 1836) eftir Níels skálda Jónsson (1782—
1859):
Eg að öllum háska hlæ
á hafi Sóns óþröngu.
Mér er sama nú, hvort næ
nokkru landi eða öngu. (I, 13.)
i Natans sögu og Skáld-Rósu (Rvk. 1912) eftir Brynjólf Jóns-
son á Minna-Núpi er vísan talin Rósu (bls. 156) með þeirri
einu breytingu, að önnur braglína er þar: „heims á leiðum
þröngu“, og átti Rósa að gera vísuna í ofviðri á siglingu. Við
þessa breytingu, hvort sem hún er verk Rósu eða ekki, fær
vísan almennt gildi, en verður ekki lengur bundin við hinn
þrönga Sónarsjó (þótt skáldið kalli hann raunar ,,óþröngan“)
í mansöng Nielsar. En Brynjólfur hefur fengið vísuna sem
húsgang, eignaðan Rósu.
Næsta vísa hefur oftast verið talin Nikulási Guðmunds-
syni eða Skálda-Lása (20. jan. 1841—29. jan. 1881), eins og