Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 227
Skírnir
Ritfregnir
221
Land, þjóð og tunga, þrenning söm og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
1 svipuðum anda er ort annað prýðisljóð og eitt hið frumlegasta í bókinni,
Bjargrista. Það er stutt, en þrungið tilbeiðslu, von og trú á nýja, betri tíð,
ef mennimir ganga i lið með hinum góðu öflum í tilverunni. Þar segir:
í hellubjargið hegg ég þína mynd,
ó háa bjarta sól,
meitla þar tré og mann og konu, bind
þinn mátt, þitt hverfa hjól
við jörð og lif, frjósemd og ást og frið,
svo frost sjatni
og gras spretti, börn kálfar og kið
kætist hjá lygnu vatni,
hersar og jarlar haldi grið og sátt,
herlúðrar konungs þegi. —-
Sól min, rís sterk, kom heit og mild, skin hátt
á heiðum bláum vegi!
Bezta kvæði bókarinnar mun þó vera Var þá kallað. Tilefni þess er al-
kunnugt og hefur orðið fleirum að yrkisefni: viðureign Odds biskups Ein-
arssonar við Herluf Daa. En ég man ekki eftir, að neinn hafi gert því jafn-
góð skil og Snorri Hjartarson. Hygg ég varla ofmælt, að öll skáld vildu
það kveðið hafa. Því lyktar á þessa leið:
Aftur er kallað, aftur sami kliður
ögrandi spurnar: verður hann of seinn
hinn langa veg, senn lýkur hinzta fresti.
Við horfum austur hraun og bláar skriður,
horfum sem fyr en sjáum ekki neinn
sólbitinn mann á sveittum mjóum hesti.
Á Gnitaheiði ber vitni um gagnmenntaðan höfund, sem nær ágætum
árangri í listrænum skilningi, þegar honum tekst bezt. Niður aldanna
og hjartsláttur samtimans i lífi þjóðarinnar rennur saman í eitt fyrir eyr-
um hans. Hann er næmur á samhengið í sögu vorri og andrá örlaga-
stunda, skyggn á myndir þær, sem speglast á flöt hinnar miklu móðu.
Réttara mun að nefna þetta ljóð en kvæði. Mörg þeirra eru órímuð.
Oft hef ég spurt sjálfan mig, hví skáldið veldi hið órímaða form, svo mjög
sem rímuðu ljóðin í bókinni bera af hinum, og því meira sem þau eru