Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 51
Skírnir
Halldór Kiljan Laxness
47
voninni einni. Það, sem útskúfendur Halldórs finna honum
aðallega til foráttu, er það þrennt, að sögur hans séu Ijótar
og ósannar og hann sé þjóÓhœttulegur maður vegna stjórn-
málaskoðana sinna.
Við þessar aðfinnslur flýgur mér stundum í hug sá sagna-
bálkur íslenzkur, sem mestur var skrifaður fyrir daga Lax-
ness og er að efni til sambærilegastur við Sjálfstætt fólk, þótt
ólíkur sé að meðferð, Halla og Heiðarbýlissögur Jóns Trausta.
Þær gerast á sams konar slóðum, og ekki er þar síður sagt frá
ýmsu ömurlegu og ófögru, nema fremur sé, og gerði þó höf-
undur þeirra kröfu til, að á þetta væri litið sem raunsæis-
lýsingar í allt annarri merkingu en leggja ber í sögur Lax-
ness. En það er til dæmis að taka, að þegar Halldór var 10
ára gamall, geystust fram á ritvöllinn allgustillar „þrjár kerl-
ingar“, er svo kölluðu sig, og deildu harðlega á höfund Heið-
arbýlisins fyrir ljótar og ósannar sveita- og þjóðlífslýsingar,
fyrir að gera léttúðardrós að fyrirmynd ungra stúlkna og
bera í bætifláka fyrir stórglæpamann — og spilla áliti útlend-
inga á landinu.1) Nú mun varla nokkur heilvita maður
framar meta Heiðarbýlið eftir þessum rökrnn. Og þó gjalla
enn við háværar raddir, sem krefjast þess, að höfuðrit nútíðar-
bókmennta okkar eigi að efnisvali að vera við barna hæfi og
að áhrifagildi á borð við ferðamannaauglýsingar í gylltum
sniðum.
Mér dettur ekki í hug að ætla Islendinga svo skyni
skroppna, að nokkrir muni til langframa vega og mæla skáld-
sögur Kiljans með þessari sætabrauðsvog og ferðamannastiku.
Ekki er ég heldur í þessum efnum haldinn nokkiuri vorkunn-
semi með Laxness, sem á sér einhvern stærsta og bezta les-
endahóp, sem íslenzkur höfundur hefur átt að jöfnum aldri.
En mig tekur alltaf sárt til þeirra, sem af misskilningi eða
fordómum sniðganga það, sem gildi hefur. Ég verð að biðja
hina mörgu dáendur Laxness að virða mér á hægra veg, þótt
ég segi á næstunni ýmislegt það, er þeim muni þykja þarf-
leysuorð. En ég finn meiri hvöt hjá mér til að ræða við þá,
1) Norðurland 10. ágúst 1912.