Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 112
108
Jóhann Sveinsson
Skímir
Þetta er fjrsta vísan í Andrésarrimu eftir Björn Ólafsson á
Hrollaugsstöðmn í Hjaltastaðaþinghá og Ytri-Hlíð í Vopna-
firði (1807—1866). Ríman er ort út af einhverju útlendu
ævintýri, og segir þar frá því, að kona nokkur leikur herfi-
lega á Andrés, söguhetjuna, og mansöngurinn, sem vísan er
úr, er eins konar lærdómur dreginn út af söguefninu í sið-
ferðistón og spakmæla. Engar aðrar vísur úr rímunni, veit ég
til, að verið hafi á flakki meðal almennings, enda er fremur
lítið bragð að rímunni, en spakmælablærinn hefur gert hana
lífseiga. Ríman er aðeins til í tveimur hdrr. í Landsbókasafni.
Varla trúi ég, að margir viti, úr hvaða jarðvegi þessi vísa
er sprottin, þótt einhverjir kunni hana eða kannist við hana:
Vertu okkur, foma Frón,
faldið jökli ár og sið,
æ hin sama undursjón
eins og fyrst á landnámstíð.
Hún er eftir Benedikt Gröndal yngra og er í Göngu-Hrólfs
rímum (VI, 10). Vísan birtist fyrst á þjóðhátíðarmynd Grön-
dals. Rímurnar eru gefnar út 1893. Er því annað tveggja, að
Gröndal hefur ort rímurnar, löngu áður en þær komu út, eða
hann hefur ort vísuna fyrr en rímurnar og sett hana inn í
þær á eftir.1) Löngu síðar var svo gefið út bréfspjald,
sem byggðist á mynd Gröndals. Á þessu spjaldi var vísan
einnig prentuð. Þaðan lærði ég vísuna, þegar ég var lítill
drengur. Margir hafa kunnað hana, og hafa þeir vafalaust
numið hana af myndunum, einkum þó líklega póstkortinu,
því að rímurnar hafa aldrei orðið vinsælar né verið mikið
lesnar. Þessi fallega ættjarðarvísa höfðaði sterklega til hugs-
unarháttar Islendinga og mun enn gera það, á meðan ekki
tekst að drepa alla þjóðerniskennd úr þeim.
1) Jón Þorkelsson skýrir frá því í Digtningen pá Island i det 15. og
16. Árhundrede, Kh. 1888, 133 n.m., að Benedikt Gröndal hafi þá fyrir
mörgum árum ékveðið að yrkja Göngu-Hrólfs rímur, 40 að tölu, og hann
hafi samkvæmt bréfi til sín í febr. 1887 lokið við 14 rímur og séu nokkrar
þeirra fyrir löngu prentaðar á Akureyri, en ekki komnar út. Gröndal
segir sjálfur (Þjóðv., 21. okt. 1893), að þessi prentun hafi aldrei orðið
meira en umtal.