Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 169
Skírnir
Áttatáknanir í íslenzku nú á dögum
165
II. upp:ofan er notað milli mishárra staða, t. d. 1) milli
fjöru og fjalls, 2) milli ár í dalbotni og fjallseggjar, 3) milli
dalsmynnis og dalsdraga; í þessari merkingu eru inn:út og
upp: ofan notuð jöfnum höndum, enda getur það og komið
fyrir um 1)-merkinguna hér; 4) milli dala eða sveita, sem
liggja mishátt, 5) milli tveggja staða við sjó, enda séu hæðir
eða fjöll yfir að fara á milli þeirra (frá Keflavík upp í
Grindavík).
III. fram:út notað á Vestur-, Norður- og Austurlandi, en
mest á Norðurlandi.
IV. fram: inn notað á Suðurlandi, aðeins, þar sem út
merkir vestur.
Eg hef borið þessa málvenju vorra daga saman við mál-
venju í íslenzkum fomritum og fundið margt sameiginlegt,
ekki sízt um notkun höfuðáttanna. Samt er margt, sem skilur
forna og nýja venju, eins og sýnt mun í grein rnn áttatákn-
anir í fomöld, sem koma á í næsta Skírni.
Hér vildi eg enn fremur geta þess, að mállýzkumun
þann, sem á er áttatáknunum á Islandi bæði að nýju og
fornu og í Noregi að fornu, ætti að taka til greina, þeg-
ar fræðimenn rita um hinar fomgermönsku áttatáknanir.
En það er skoðun ýmissa fræðimanna, að um eitt skeið hafi
það verið venja í germönskum löndum að nota áttakerfi, sem
var snúið 45 gráðum til austurs, þannig að í því kerfi var
það, sem kallað var norZur, í raun og veru norSaustur, norS-
austur austur o. s. frv. Fræðimenn ætla, að þetta kerfi hafi
verið notað af Óttari hinum háleygska, er hann lýsti ferða-
lögum sínum norður um Finnmörk og suður með Noregi
til Heiðabæjar í Danmörku (Kemp Malone: „King Alfred’s
North“ í Speculum 1930, V, 157 o. áfr.). — Eg hygg, að hvað
sem kann að vera um aðrar áttatáknanir í bókmn Álfráðs
mikla, þá eigi áttatáknanir í Noregskaflanum heinlínis rætur
að rekja til þess, að Óttar notaði norSur, suSur, austur, vestur
á svipaðan hátt og íslendingar: löguð eftir staðháttum. Og
með því að Noregur liggur frá suðvestri til norðausturs,
hlaut það að vera eðlilegt fyrir hann að tala um að fara