Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 41
Skírnir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
37
og enginn kominn til að segja, hvort mærin var manneskja
eða frá guðunum komin, eða nokkurn skapaðan hlut um það,
hver hún væri eða hvers vegna hún hefði verið falin þarna,
en hún var of fögur til að vera til gæfu.
Hann fór þangað upp eftir á hverjum degi, unz hún að lokum
gerðist fullþroska og hann varð eirðarlaus,
og saga Deirdre hófst. Konungurinn var gamall.
Ungur maður, leiksoppur æsku sinnar,
Naoise, Usna-sonur, fór þangað upp eftir,
og er hann hefur beðið hennar eða hún hans, að því er sumir segja,
tók hann hana burtu með sér.
Skapgerðarlýsingar eru mjög naumar, í samræmi við þá
skoðun Yeats, að i sönnum sorgarleik bæri að takmarka þær,
eftir því sem frekast væri unnt. Og sé þetta galli, ef litið er
á Conor, sem lætur í lokin dauða Deirdre ekki á sig fá (ólíkt
því, sem er hjá Synge), þá virðist þessi fásögli á hinn bóginn
draga skýrar fram hin átakanlegu og óumflýjanlegu örlög
hinna persónanna. Vér veitum því athygli, enda gott dæmi
um list Yeats, hvernig hann dregur úr fyrirboðum, spádóm-
um og töfrum og lætur þá einungis vekja óljóst hugboð um
hina sorglegu atburði. Sem dæmi má nefna, er þau bíða í
gestaskálanum og Naoise sér tafl á borði:
Naoise: Ef ég hefði ekki orð Conors konungs fyrir því, mundi ég ætla
þetta taflborð óheillaboða.
Fergus: Hvemig getur borð,
sem hefur legið þarna öll þessi ár,
verið til heilla eða óheilla?
Naoise: Það var á þessu borði,
sem Lugaid rauðrönd og þessi kona hans,
sem hálft árið var í hafmeyjarlíki,
léku tafl, nóttina sem þau dóu.
Fergus: Nú kem ég því fyrir mig, svikasaga,
rofið heit og ferðalok —
en því væri betur gleymt.
1 leikritinu eru mörg slík hugboð og laglega með þau farið.
1 rómantísku gerðinni, sem W. B. Yeats vann úr, var Deirdre
kona, er sér sýnir, fer með töfra og fyrirboða, en er hér orðin
kvenskörungur, sem hálft í hvoru rennir grun í örlög sín,