Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 119
Skírnir
Um handrit Njálssögu
115
3) Gæði texta handritanna.
4) Samkvæði eða sundurþykki handrita.
Fari saman mikill aldur, fjöldi, gæði og samkvæði hand-
rita, má gera sér góðar vonir, en því minni sem meir brestur
á þetta.
Til nánari skýringar skal ég taka Hávarðar sögu Isfirðings.
Hún er til í ekki allfáum handritum, en það eru allt ung
pappírshandrit, sem stafa frá einni miðaldaskinnbók. Ekki er
vitað, hvenær hún var skrifuð, ef til vill öld síðar en sagan,
ef til vill tveimur öldum. Hve margt kann ekki að hafa komið
fyrir textann á þeim tíma? Hve margir kunna að hafa verið
milliliðir, hve miklar breytingar? Og hér er ekki vitað um
neitt annað miðaldahandrit.
ögn betur eru fræðimenn settir, sé til miðaldahandrit af
sögu, og enn betur, séu þau fleiri. En langflestar sögur eru þó
ekki nema í 2—3 slíkum handritum. Þar við bætist, að handrit-
in eru nærri undantekningarlaust miklu yngri en frumrit. Frá
sömu öld og sögurnar eða þorri þeirra, 13. öld, er eitt handrit
af Heiðarvígasögu, 3 brot af Egilssögu, 2—3 af Laxdælu, 1
af Eyrbyggju; annars eru Islendingasagnahandrit frá 14. eða
15. öld.
Að handritafjölda er Egilssaga í fremstu röð. Miðaldahand-
rit af henni, stór og smá, eru 13. En þegar textinn er athug-
aður, kemur í ljós, að hann er styttur í öllum handritum
nema einu, hinu gamla broti 0 (þetu). Ef þau blöð hefðu
glatazt, væri sagan ekki varðveitt nema með töluvert breyttu
orðfæri.
Nokkuð öðru máli gegnir um Njálu. Elztu handritin, sem
varðveitt eru, munu ekki vera nema svo sem 20 árum yngri
en frumritið, og þau eru 5, en á næstu hálfri öld bætast álíka
mörg við. Kalla má, að texti þeirra allra sé líkur, að minnsta
kosti borið saman við önnur fornrit. Texti þeirra er ekki
grunsamlegur, virðist ekki benda á stórvægilega brenglun.
Að þessu athuguðu virðist mega fullyrða: Frumtexti sögunnar
er, ef svo má að orði kveða, í handritunum, ef vi5 kunnum
rá5 til a'8 finna hann.