Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 132
128
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
síðar. Skiptast þá miðaldahandrit sögunnar í flokka með þess-
um hætti:
X-flokkur: R, K, a, (3, y, 8, e, 'Q, r\, i>, i, x, Bbl, Bb3, 01,
(02), 03, S2, Svl.
Y-flokkur: M, 02, Bb2, Ga2.
Z-flokkur: Gr, Sl.1) Sv2 taldi ég lengi vel til Y-flokksins,
en er nú trúaðri á, að það sé af Z-flokknum.
Flest þessara handrita eru, eins og fyrr var getið, brotin
einber, og jafnvel í X-flokknum kemur það fyrir, að textinn
sé ekki varðveittur nema í einu handriti á köflum (R og K).
Ekki er vitni til um Y-textann í 1.—19. kap., og í 20.—24.
kap., 5013—5161, 8270—8432 aðeins vitni hins blandaða
handrits O (og að nokkru Bb). f Z-textann vantar 130°6—
13231, 13513—1351 °°, 13826—13946, 14176—15943 (14176
—15457, 157104—15943, ef Sv2 fyllir Z-flokkinn). Torvelda
þessar eyður mjög alla vitneskju um frumtextann á þeim
stöðum.
XII.
Þegar skyldleiki handrita er ákveðinn, er að sjálfsögðu
leitazt við að finna veigamikinn mismun eða samkvæði hand-
rita blaðsíðu eftir blaðsiðu. Setjiun svo, að tvö handrit, A og
B, séu samsaga um mikinn fjölda góðra leshátta. Þetta sýnir
að vísu skyldleika textans, en ekki endilega náinn skyldleika
handritanna. Vera má, að þessir góðu leshættir séu varð-
veittir úr frumtexta, án þess nokkurt samband sé á milli.
Veigameira er hitt, ef A og B hafa mikið af sameiginlegum
villum, þá bregzt ekki skyldleiki handritanna.
Áður en lengra er farið, er gott að átta sig á fáeinum at-
riðum öðrum.
Setjrnn svo, að varðveitt séu þrjú handrit, A, B og C, og
séu þau hvert öðru óháð að öðru en því, að þau eru skrifuð
eftir sama handritinu, *X, sem nú er glatað:
*X
A B C
1) Hér eru handritin táknuð með upphafsstöfum sínum, sbr. 118.—119.
bls.