Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 31
Skírnir
Irskar sögur og ensk-írskar bókmenntir
27
nú krefst hún þeirra. Virðist Goshawk konungi ósk þessi ein-
föld, enda stendur til, að auglýsingar hans birtist á ásjónu
tunglsins.
Cuchulain, hinn mikli kappi Táin-sögunnar, er staddur á
einhverjum sagnahimnum, fréttir þetta og fer aftur til jarðar
til þess að stjórna andspyrnuhreyfingunni, sem sonur hans,
Cuanduine, leiðir síðar farsællega til sigurs. Cuanduine merk-
ir rakki eða varðhundur þjóðarinnar. Eru sögurnar því not-
aðar hér á nýtízkulega vísu til þess að fá fram ádeilukennda
skýringu á því, hvernig auðvaldið geti orðið að guði, þangað
til mennirnir krefjast þess réttar, sem þeir voru bornir til. 1
síðari sögum beitti O’Duffy enn þessu bragði, en tókst því
miður aldrei eins vel og í fyrsta skipti.
James Stephens heitir írskur rithöfundur, er hefur allt frá
1912 átt stöðugum frama að fagna á listarbraut sinni, en hann
notar nær undantekningarlaust írsk sagnaminni í verkum sín-
um. The Gock of Gold er t. d. reist á hinni írsku þjóðtrú um
álfaskósmiðina, hina svokölluðu leipreacháin, sem sagðir eru
eiga faldar gullkrukltur. 1 sögu þessari stelur einhver gull-
krukku þeirra, og skýrir frásögnin það, hvernig þeir fóru að
þvi að ná henni aftur; náttúruguðum og keltneskum hetjum,
heimspekingum og hugsuðum ægir saman í hugarburði þess-
um; menn fara, ef svo ber undir, úr einum heimi í annan;
dýr tala og lýsa margvíslegum viðhorfum sínum til lífsins.
Á þetta einkum við um aðferð Stephens; og alltaf notar hann
sögurnar af nærfærni og smekkvísi til þess að fylgja fram sjón-
armiði sínu, íhugulu og frmnlegu, klæddu í búning hugar-
burðar. Það er gaman að geta þess, að George William Russell,
sem er e. t. v. skarpskyggnasti andinn í endurreisn hinna írsku
hókmennta, setti Stephens skör hærra en James Joyce sem
frumlegan afburðamann.
Þegar minnzt er á Joyce, blasir við annað dæmi um það,
hver þáttur hinar írsku sögur eru í bókmenntavitund þjóð-
arinnar. Merki þess má sjá í Kýklópa-þætti Odysseifs, þar
sem Joyce skopstælir stíl Standish O’Gradys, höfundar, sem ég
hef áður minnzt á og mjög varð til þess að ljúka hinum
keltneska arfi upp fyrir rithöfundum endurreisnarinnar. I