Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 94
90
Jón Jóhannesson
Skímir
fundr var í Latrán. Ok var þá þúsund vetra ok tvau hundruð
ok fimmtán vetr liðnir frá holdgun dróttins.“ t)
Kygri-Björn prestur Hjaltason (d. 1238), höfundur Maríu
sögu,2) skýrir frá þessu til að rökstyðja sögn sína um aldur
Krists, en af frásögn hans má ráða, að eitthvað hafi verið
rætt um tímatal á Lateranþinginu, þótt erlendar heimildir
geti þess ekki, og mun mega treysta því. Hann segir einnig
frá því, hverjir sóttu þingið, og er sú frásögn svo nákvæm, að
hann hefur hlotið að styðjast við góðar heimildir, enda eru
til fyrir því önnur rök. Amgrímur áhóti Brandsson segir, að
það sé vísvitað, að Kygri-Björn hafi farið til Noregs og þaðan
til Róms „eigi miklu fyrir þingit í Latrán“.3) Eru því mestar
líkur til, að hann hafi annaðhvort verið á Lateranþinginu
eða staddur í Róm, meðan það stóð, og gat hann því haft af
því sannar fréttir.
Hins vegar er torvelt að skera úr þvi, hve víðtækar um-
ræður um tímatal hafa farið fram á Lateranþinginu. Það
sóttu menn frá nálega öllum kristnum löndum, og var nauð-
synlegt að ná samkomulagi um það, hvaða tímatali skyldi
fylgt, sökum ályktana þeirra, er gerðar voru og sendar víða
um heim. Maríu saga sýnir, að ákveðið hefur verið, að cal-
culus Florentinus skyldi notaður, enda var það eðlilegt, með
því að hann hafði þá verið notaður um skeið af kansellíi páfa.
I sambandi við það hefur eitthvað verið rætt rnn aldur Krists,
en ekkert virðist hafa gerzt í þeim efnum, sem tíðindum hefur
þótt sæta erlendis. Hins vegar er sennilegt, að Kygri-Birni
hafi þótt nokkurs um vert, að allur hinn kaþólski heimur er-
lendis skyldi verða sammála rnn að nota annað tímatal en
landar hans höfðu, enda fylgir hann tali Dionysiusar í Maríu
sögu.
Til er rit, sem nefnt hefur verið Fimm stórþing. Þar er sagt
frá Lateranþinginu 1215, og er stuðzt við Maríu sögu, en þó
ýmsu við aukið. M. a. segir þar eftir einhverri ókunnri heim-
ild: „Á því þingi var meistari Galterius af París. Þar var
1) Maríu saga (1871), 46—47, 385—386.
2) Bisk. Bmf. II, 186.
3) Bisk. Bmf. II, 92.