Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 257
Skírnir
Ritfregnir
251
aldrei þær skýringar gerðar við texta, að ekki finni einhver að. Þrátt fyrir
þessa fegurðarbletti eru skýringarnar útg. í heild siruii til mikils sóma.
Eins og vikið var að hér að framan, fjallar langur kafli inngangsins
um aldur sögunnar. Niðurstaðan er sú, að sagan sé rituð 1237 eða síðar.
Hér er útg. í góðum félagsskap, með þeim Birni M. Ólsen og Jóni Jó-
hannessyni. En þrátt fyrir rök þeirra, og þrátt fyrir mjög vandlegar rök-
ræður útg. um þetta, hef ég ekki getað sannfærzt um þetta. Þykir mér
réttast að gera hér í örstuttu máli grein fyrir ástæðum þess.
1) Þorgils saga og Hafliða er aðeins varðveitt sem hluti af Sturlungu.
Getum má leiða að því, hvort hún sé breytt, en örugg rök um það eru
vandfengin. Vitað er þó, að sumar aðrar sögur eru þar ekki óbreyttar. 1 3.
kap. Þorg. s. segir frá því, að Már Bergþórsson vá Þórð Rúfeyjarskáld,
fóstra sinn; fór Þorgils með eftirmálið, og er „lQng fráspgn um málaferli
þessi ok tilganga, ok er þetta sagt upphaf mála þeira Þorgils ok Hafliða
Mássonar". Þessi orð eru eðlileg í Sturlungu, en í sjálfstæðri Þorgils sögu
og Hafliða væri þeirra ekki að vænta, heldur frásagna af þessu upphafi
mála þeirra höfðingjanna. ICynni þá hér að vera líkt og i Hrafns sögu
Sveinbjarnarsonar, þar sem hluti sögunnar er niður felldur. Að minnsta
kosti er mjög óvarlegt að reiða sig á, að texti Sturlungu af sögunni sé
óbreyttur.
2) Aðalrökin um það, að sagan sé frá 1237 eða yngri, eru þessi: „Þau
misseri var skálinn gerr, er Þorgils var í sektinni, ok sá skáli var þá
óhrorligr, er Magnús biskup andaðisk Gizurarson, ok þau misseri var
Einarr Þorgilsson fœddr, er hann var í sektinni.“ Ekki er þetta vel skrifað,
en má þó vera frumtexti Sturlungu; í pappírshdrr. af Króksfjarðarbók
vantar orðin ‘ok sá skáli — Gizurarson’, en það kann að vera stytting,
eins og oft ber við i þeirri skinnbók. En mér þykir ólíklegt, að nokkur
höfundur hafi skrifað svo; höfundur skrifar: ‘ok sá skáli er enn óhrorligr’,
en eftirritarar verða helzt að breyta því, alveg eins og þeim líkar illa,
þegar stendur ‘ek’ í frásögn. Vel má vera, að Sturlunguritstjórinn miði
við handrit af sögunni, er hann vissi ritað 1237. Til samanburðar þessu
má nefna: í Fóstbræðrasögu er getið um skála; „hann stóð enn, þá er
Árni byskup inn síðari var vígðr til Skálholts", segir Hauksbók; „þau
þili heldusk allt til þess, er Magnús byskup var at staðnum í Skálaholti
inn síðari“, segja Möðruvallabók og Flateyjarbók; til þess, er „Magnús
Gizurarson varð byskup“, segir hdr. R. Þetta sýnir, að margir eftirritarar
fundu sig knúða til breytinga, þegar svona stóð á, og gildi þessarar aldurs-
röksemdar er þvi sem næst ekkert, — nema vitaskuld, að þetta mælir
með því, að Þorgils saga sé þó aldrei miklu yngri en 1237 (í staðinn fyrir
að vera terminus á quo er þetta terminus ante quem).
3) Hvað verður ráðið af orðum sögunnar í 10. kap.: „En þessari sQgu
var skemmt Sverri konungi, ok kallaði hann slíkar lygisQgur skemmti-
ligastar“? Setjum svo, að þetta sé úr frumsögunni, þó að það sé ekki