Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 34
30
Roger McHugh
Skírnir
tungu á 19. öld. Hér að framan sýndi ég í stórum dráttum,
hvernig hinar eldri bókmenntir vorar hafa frjóvgað hinar
yngri, en nú ætla ég að taka eitt ákveðið dæmi, Deirdre-
söguna, og sýna, hvernig fjórir rithöfundar hafa notað hana,
þeir George William Russell árið 1902, W. B. Yeats 1907,
J. M. Synge 1908 og James Stephens 1923.
Áður en ég hverf að rannsókn þessari, ætla ég að ræða tvær
gerðir sögunnar, svo sem þær birtast í írskum bókmenntum;
önnur eldri og klassísk, e. t. v. frá 8. eða 9. öld og rituð á
Leinster-bókina árið 1160, hin yngri, eða hin svonefnda róm-
antíska gerð, frá 14. eða 15. öld. Síðan mun ég svo reyna
að sýna tök hinna einstöku nútíðarhöfunda á sögunni.
Ég hef þegar talað um Táin Bó Cuailgne eða Nautastuldinn
frá Cuailgne, aðalsögu elzta bálksins, er segir frá innrás
Kunnáktamanna undir forustu Maeve inn í ÉJlaztír. 1 her
Maeve fer maður að nafni Fergus, fyrrum náinn vinur og
ráðgjafi Conors Mac Nessa, konungs í Úlaztíri. Skýrir þessi
saga af Deirdre, hvernig stendur á Fergusi þarna, í ófriði gegn
konungi sínum.
I elztu gerð Deirdre-sögunnar hefst hún í húsi Fedlimids,
sagnamanns konungsins í tJlaztiri. tJlaztírsmenn sitja og
þjóra, en kona Fedlimids, sem á von á barni, gengur um
beina. Þegar þeir ætla að ganga til náða, gerist undarlegur
atburður, því að hið ófædda bam hrópar upp. Spápresturinn
Cathbad er beðinn að ráða þenna fyrirburð. Spáir hann, að
bamið muni verða kona, stórfögur, að hún muni valda víga-
ferlum, fjandskap og útlegð og hún skuli heita Deirdre, Ógæfu-
valdurinn. Barnið fæðist og verður stúlka. tJlaztírsmenn krefj-
ast þess, að hún verði tekin af lífi, en Conor, sem annaðhvort
er gripinn meðaumkun eða snortinn af lýsingu spáprestsins
á fegurð Deirdre síðar meir, ákveður, að hún skuli alin upp
annars staðar, til þess ætluð að giftast honum:
.... 1 húsi Fedlimids, sagnamanns Conors konungs í Úlaztíri, sitja
Úlaztírsmenn að drykkju, og stendur jiar frammi og þjónar þeim kona
Fedlimids, komm að falli. Drykkjarhomin em látin ganga mnhverfis
borðið, og inn koma sendingar; og drykkjunautarnir hrópa upp yfir sig í
ölteiti sinni. Menn ganga nú til náða, og er konan komin á mitt gólf