Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 15
Skírnir Minning Sveins Björnssonar, forseta Islands 11
Bjömsson heim frá Danmörku sér til ráðuneytis. örðugt
myndi hafa reynzt að ná til hans héðan að heiman, ef hann
hefði setið í Kaupmannahöfn, vegna hemáms Danmerkur,
og stjórnin taldi sig ekki geta verið án ráðlegginga hans.
Ári síðar kaus Alþingi hann hinn fyrsta ríkisstjóra lands-
ins. Endurkaus það hann síðan tvívegis í þá stöðu, og þegar
lýðveldið var stofnað, 1944, kaus þingið hann hinn fyrsta
forseta þess. Eftir það kaus þjóðin hann tvisvar forseta við
almennar kosningar, gagnsóknarlaust í bæði skiptin.
Þetta einstæða kjörfylgi Sveins Bjömssonar sýnir betur en
nokkuð annað, hversu bjargfast traust þjóðin bar til hans,
og sannarlega er gleðilegt til þess að hugsa, hversu einhuga
þjóðin var um val þessa fyrsta þjóðhöfðingja síns. Það er
alltaf gleðilegt og gæfumerki, er heil þjóð gengur einhuga
að góðu máli, og eg hef það fyrir satt, að þessar endurteknu,
einróma kosningar Sveins Björnssonar til þjóðhöfðingja, hafi
vakið athygli hjá öðmm þjóðum og verið taldar vottur
um pólitískan þroska þjóðarinnar og henni til sæmdar. En
forsetinn átti sjálfur sinn mikla þátt í þeirri sæmd. Hann
hafði með þjóðhollu starfi sínu, hæfileikum sínum og mann-
kostum, unnið sér það mikla traust þjóðarinnar, að hún gat
ekki aðeins sameinazt um hann, heldur og taldi það sjálfsagt
að sameinast um val hans í þessa mestu virðingarstöðu, sem
hún réð yfir.
Það kom þannig í hlut Sveins Bjömssonar að móta stöðu
þjóðhöfðingja íslenzka lýðveldisins innan þeirra endimarka,
sem stjómskipunarlög landsins setja. Það var ekki vandalaust
verk, því að þar þurfti að reisa allt frá grunni.
Sú var tíðin, að vald þjóðhöfðingjanna var mikið og víð-
tækt. „Ríkið er eg“, sagði Lúðvík 14., og má segja, að þau
orð hans hafi verið kjörorð einveldistímans. Þjóðhöfðinginn
var hafinn yfir lögin, legibus solutus, allt laut vilja hans og
geðþótta. Svo fór, er tímar liðu, að þessi valdaafstaða þjóð-
höfðingjanna varð að deiluefni milli þeirra og þegna þeirra.
Sú viðureign var hörð og löng og lyktaði með því, að lýð-
ræðisskipulagi var komið á í flestum löndum. Sumstaðar beið
konungdómurinn algeran ósigur og hvarf með öllu. 1 öðrum