Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 135
Skírnir Um handrit Njálssögu 131
S2, Svl og Gal, og mátti rekja þessa textagerð lengst af í
sögunni.
Þessi handrit voru ekki aðeins samsaga öðrum X-handrit-
um, þar sem sá flokkur greindist frá Y og Z og texti X var
óaðfinnanlegur, heldur höfðu þau villur með öðrum X-hand-
ritum. Þar af mátti draga þá ályktun með fullri vissu, að ð
og ættingjar þess voru ekki sjálfstæður flokkur, heldur kvísl
innan X-flokksins.
Mikið af hinum sérkennilegri lesháttum yð-kvíslarinnar
mátti finna í öðrum handritum X-flokksins, einkum Kálfa-
lækjarbók, en stimdum öðrum.
Eins og fyrr var getið, hefur skrifari ð skoðað sig frekar
sem drottin textans en þjón hans: hann hefur breytt mjög að
geðþótta sínum. ð er því ekki bezta vitnið um þessa texta-
kvísl, heldur önnur hrot og samkvæði þeirra við Kálfalækjar-
bók, sem víða hefur skyldan texta.
Nákvæmur samanburður þessara textabrigða hefur fært
mér heim sanninn um, að hér er að jafnaði að ræða um vís-
vitandi leiSréttingar, oft gerðar af næmleik og góðum smekk.
Það handrit, sem haft hefur þessar breytingar í öndverðu,
nefni ég *xx og niðja þess x^-kvíslina.
Samkvæmt þessu má þá greina handrit X-flokksins í tvær
kvíslir. Annars vegar eru þau handrit, sem rætur eiga að
rekja til *xl5 hins vegar þau, sem skrifuð eru eftir *X sjálfu
(eða öðrum eftirritum þess). Þess mætti vænta, að þar sem
xr-leiðréttingar eru, hefðu hin X-handritin texta, sem sam-
svaraði Y og Z, enda er því svo háttað.
Ekkert bendir á annað en *xx sé beint eftirrit af *X.
Brotin y, 8, e, S2, Svl, Gal eru um margt frábrugðin
Kálfalækjarbók, og virðist auðveldast að skýra það svo, að
brotin séu öll runnin frá sama handriti, *x2, millilið milli
þeirra og *X] . Auk þessa greinir annað Kálfalækjarbók frá
þeim: í Kálfalækjarbók eru aukavísurnar, en mjög litið er
af þeim í x2-handritunum. Hér fylgja Bbl, Bb3, 01 og 02
Kálfalækj arbók. Kom mér til hugar, að til hefði verið annað
eftirrit af *xl5 sem kalla má *x3, og þar hefði aukavísunum
fyrst verið skotið inn. En hér eru ýmis vandamál. Víst má