Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 63
Skímir
Ríki Platons
59
fært ykkur um, að þið verðið að leyfa okkur að fara?“ „En
getið þið sannfært okkur, ef við neitum að hlusta á þig?“ sagði
hann. „Engan veginn,“ sagði Glákon. „Þið getið þá reitt ykkur
á, að við hlustum ekki.“ Adeimantos skaut þá inn í: „Vitið
þið ekki, að í kvöld eiga að fara fram kappreiðar með blys
til vegsemdar gyðjunni?“ „Kappreiðar með blys?“ sagði ég.
„Það er nýjung. Efna þeir til kappreiða og rétta hverjir öðrum
blys, meðan á hlaupinu stendur? Eða hvað áttu við?“
„Já,“ sagði Polemarkos, „og enn meira: Hátíð verður haldin
í nótt, og hana verður gaman að sjá. Þegar við erum búnir
að borða, skulum við fara aftur að sjá næturhátíðina. Þar
munum við hitta fjölda ungra manna og skrafa margt og
skeggræða. Farið hvergi, og verið ekki með neina óþekkt!“
Glákon sagði: „Það lítur út fyrir, að við verðum að vera.“
„Þá skulum við gera það,“ sagði ég. Við fórum því með þeim
heim til Polemarkosar. Þar hittum við fyrir Lysías og Evþý-
demos, bræður hans, já, svo og Þrasýmakkos frá Kalkedon,
Karmantídes frá Paianíu og Kleitofon Aristonýmosson. Þar
var líka inni Kefalos, faðir Polemarkosar. Mér sýndist hann
vera orðinn maður háaldraður, enda var orðið æðilangt, siðan
ég hafði séð hann. Sat hann sveigi krýndur á hægindastól,
því að hann var nýbúinn að færa fórn í húsagarðinum. Við
settumst nú hjá honum á stóla, sem skipað var í hálfhring.
Undir eins og Kefalos sá mig, heilsaði hann mér og mælti:
„Þú ert ekki tíður gestur hérna hjá okkur í Píreus, Sókrates,
en það ættir þú samt að vera. Ef ég ætti enn hægt með að
fara til borgarinnar, þá þyrftir þú ekki að koma til mín, því
að þá færi ég að heimsækja þig. En með því að ég gerist nú
maður gamall, ættir þú að koma oftar til mín. Mín reynsla
er það, skal ég segja þér, að eftir því sem nautnagleðin þverr,
því meiri ánægju og yndi hef ég af skynsamlegum samræð-
um. Neitaðu mér ekki um þessa bón, vertu tíður gestur hjá
okkur og félagi þessara ungu manna. Við erum gamlir vinir,
og hjá okkur verður þú eins og heima hjá þér!“
Ég svaraði: „Fyrir mitt leyti, Kefalos, hef ég hina mestu
ánægju af að ræða við öldunga, því að þeir eru sem langferða-
menn, sem farið hafa leið, er ég kann líka að eiga fyrir hönd-