Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 121
Skírnir
Um handrit Njálssögu
117
fór til HoltsvaSs eða Holtavaðs og beið þar manna sinna, segir
þetta handrit: upp til Þjórsár, og hefur skrifarinn þá talið, að
vaðið hafi verið á Þjórsá. Sigurður Vigfússon getur stundum
í ritgerðum sínum pappírshandrits í eigu sinni, er skrifað
hafi verið af síra Jóni Egilssyni í Laufási (d. 1784). tJr því
kveðst Valdimar Ásmundarson taka nokkur textabrigði upp
í útgáfu sína, og er sumt af því kunnugt úr öðrum handrit-
um. Frá flótta Kára úr brennunni (129. kap.) segir svo í
skinnbókunum, að hann kom að lœk einum og kastaði sér í
ofan og slökkti á sér eldinn. V. Á. hefur hér tjörn í staðinn
fyrir lœk og bætir við: Þar heitir enn Káratjörn. Þetta er svo
að skilja, að á síðari tímum var lækurinn horfinn, og fundu
menn Kára þá vatn í tjörninni. Ýmislegt fleira þessu líkt
mætti nefna.
2) Pappírshandritin gætu verið skrifuð eftir skinnbókum,
sem nú eru glataðar eða þá voru fyllri en nú. 1 Reykjabók
eru nú tvær eyður. Jón Magnússon, bróðir Áma, gerði þrjú
eftirrit eftir Reykjabók (ÁM 467, 4to; iR 421, 4to; Add. 565,
4to), mjög vandlega; þá var ekki nema ein eyðan, og má þá
fylla hina eftir texta Jóns. Á líkan hátt má fylla að nokkru
eyður í Kálfalækjarbók samkvæmt eftirriti, sem séra Jón
Halldórsson í Hítardal lauk 1697 (ÁM 464, 4to). Vera má,
að eitthvað í pappírshandritunum eigi rætur að rekja til brot-
anna, þegar þau voru fyllri, þó að ég hafi ekki fundið dæmi
þess.
Til var á 17. öld handrit, sem Brynjólfur biskup nefndi
Gullskinnu. Hyggja menn, að það hafi verið skinnbók, og
væntanlega hefur hún verið glæsileg að sjá. Hún er nú með
öllu glötuð, en eftirrit eru af henni, annað með hendi Jóns
Gizurarsonar, hálfbróður Brynjólfs biskups (ÁM 136, fol.;
eftir því mun handrit séra Jóns Erlendssonar, ÁM 137, fok);
hitt með hendi séra Ketils Jörundssonar, afa Árna Magnús-
sonar (ÁM 470, 4to). Textinn er náskyldur Reykjabók, og
gæti ég bezt trúað, að hún hafi verið „amma“ Gullskinnu.
— Séra Ketill í Hvammi var töluverður vísindamaður, því
að hann lét sér ekki nægja að skrifa Gullskinnu upp; hann
bar hana saman við Kálfalækjarbók og skrifaði orðamun úr