Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 83
Skírnir
Tímatal Gerlands
79
tímann. Lengstu páskatöflurnar tóku yfir 532 ár, en lengri
þurftu þær ekki að vera, því að páskakomur endurtóku sig
í sömu röð um næstu 532 ár og svo koll af kolli. Páskatöflur
hafa borizt hingað þegar í öndverðri kristni, og kölluðu Is-
lendingar sumar gerðir þeirra taflbyrðinga, af því að þeim
var skipt í reiti eins og taflborði. Mjög snemma hafa einnig
borizt hingað messudagarím, svo og rímtöl, er voru kennslu-
bækur í rímfræði. Má telja víst, að nokkur rímfræði hafi
verið kennd í flestum eða öllum skólum landsins þegar frá
upphafi, með því að öllum klerkum var nauðsynlegt að kunna
helztu atriði hennar, til þess að þeir gætu leiðbeint alþýðu
um hátíða- og messuhald kirkjunnar og ýmislegt annað, er
tímatal hennar varðaði. Árleg almanök voru þá ekki gerð, eins
og kunnugt er. I stað þeirra skyldi lögsögumaður segja upp
í lok hvers alþingis misseristal, imbrudagahald, föstuíganga
og svo, ef hlaupár var eða sumarauki, og hið sama skyldu
goðar gera á leiðarþingum.1) En lögsögumenn hafa orðið að
njóta aðstoðar biskupa eða annarra lærðra manna, ef þá brast
þekkinguna sjálfa.
Með páskatöflunum hafa íslendingar kynnzt þeim sið að
miða ártöl við burð Krists. Frá fyrra helmingi 12. aldar eru
enn til þrjú rit, er gera svo, og fylgja þau öll tali Dionysiusar.
Eitt þeirra er páskatafla, og hefur Beckman leitt rök að því,
að hún hafi verið samin einhvern tíma á árunum 1121—1139.
Hann hyggur einnig, að handrit hennar kunni að vera elzta
íslenzka handritið, sem nú er varðveitt,2) og má hún heita
kjörgripur, ef rétt er, þótt bókmenntagildi hennar sé ekki
mikið. Eftirmynd hennar er prentuð í Alfræði íslenzkri II.
Hin tvö ritin eru íslendingabók Ara prests hins fróða Þor-
gilssonar (d. 1148) og prestaskráin frá 1143,3) sem mun einnig
vera eftir Ara. Hann hefur vafalaust stuðzt við páskatöflu,
því að páskatöflur voru þá hið helzta hjálpargagn sagnfræð-
inga, sem lögðu rækt við tímatal.
Frá síðara helmingi 12. aldar eru engin íslenzk rit til með
1) Grág. Ia, 112, 209.
2) Alfr. ísl. II, xii—xiv, cxviii—cxix.
3) Isl. fbrs. I, 183—186.