Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 92
88
Jón Jóhannesson
Skímir
manna tölu og naut til þess styrks Brands biskups, Guðmund-
ar prests Arasonar og fleiri Norðlendinga, en Páll biskup
var tregur í því máli sökum skipta Þorláks biskups og föður
síns. Enginn maður er og líklegri til að hafa samið hina
latnesku sögu Þorláks biskups en Ormur prestur. Guðmundur
prestur Arason safnaði Þorláksjarteinum og sendi Gunnlaugi
munki Leifssyni, að hann skyldi dikta (þ. e. snúa á latínu).1)
Gunnlaugur munkur sendi Gizuri Hallssyni hina latnesku
sögu sína um Ólaf konung Tryggvason til athugunar, og hélt
Gizur henni hjá sér tvö ár, en hann mun þá lengstum hafa
dvalizt í Skálholti. Sú saga er nú glötuð að undan skildum
fáeininn brotum í íslenzkri þýðingu, en sennilegt er, að Gunn-
laugur hafi notað i henni tímatal Gerlands eins og í Jóns
sögu og hún hafi verið eldri en biskupasögurnar frá Skálholti.
Loks hafði Páll biskup tvo norðlenzka presta í þjónustu sinni,
og munu þeir hafa verið kapellánar hans. Annar er nefndur
Björn, vitur maður og vel lærður og hafði verið fóstri Brands
biskups á Hólum. Mun það vera Kygi'i-Björn prestur Hjalta-
son (d. 1238). Hinn var Brandur prestur Dálksson (d. 1225),
er áður hafði þjónað Hólabiskupum, Brandi og síðar Guð-
mundi. Þeir munu báðir hafa hrökklazt suður fyrir ofríki
Guðmundar biskups, og má nærri geta, að þeir hafa ekki
verið áhrifalausir í Skálholti, þótt þeir væru ekki riðnir við
sagnaritun þar, svo að kunnugt sé.
Nú hefur ferill tímatals Gerlands verið rakinn hér á landi,
svo sem unnt er. Það er býsna kynlegt, að fslendingar skyldu
einir allra þjóða kenna það og nota heila öld eða lengur og
löngu eftir að lærðir menn erlendis höfðu hafnað rímtali
Gerlands að mestu leyti. En ástæðan mun vera sú, að fslend-
ingar hafa snemma gleymt uppruna timatalsins. í rímtalinu
forna er það ekki eignað neinum, en í Rímbeglu virðist það
eignað Beda presti, og svo er gert berum orðum í Prestssög-
unni. Sá misskilningur kann að vera sprottinn af því, að
Gerlandus þóttist fara eftir Beda, en Beda var í svo miklu
áliti á miðöldum, að enginn áræddi að vefengja sögn hans.
1) Bisk. Bmf. I, 369.