Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 254
248
Ritfregnir
Skírnir
verður ekki gert. Veigamestir þykja mér kaflarnir, þar sem sagt er frá
sjómennsku söguhetjunnar. Aftur finnst mér frásagnargleðin hafa freistað
höf. nokkuð fremst í bókinni, svo að hann gerist langorður um atvik úr
leikjum þeirra félaga, sem varla var ástæða til, enda sumt svipað og sagt
var í fyrri bókinni. Merkilegra er svo aftur hitt, sem segir af skálddraum-
um og menntaþrá höfundar, og kaflinn um fermingu hans er eftirminni-
legur.
Frásögnin er ofin af alvöru og gamni, og nýtur kímni Hagalíns sín
hér ágætlega. Hann kann og að sjá sjálfan sig í gamansamlegu ljósi, og
siglir hann þannig fram hjá einu mjög hættulegu skeri sjálfsævisagnanna.
Frásögnin er haganlega krydduð vestfirzkum orðum og orðfæri, og fer vel
á því.
í heild sinni þykir mér mikill fengur að þessum bókum tveimur.
E. Ó. S.
Gísli Brynjúlfsson: Dagbók í Höfn. [Eiríkur Hreinn Finnbogason
bjó til prentunar.] Heimskringla, Reykjavík 1952.
Lesendur Skírnis muna eftir dagbókarbrotum Gísla Brynjúlfssonar og
hinu undurfagra bréfi hans til Gríms Thomsens, sem hvort tveggja var
prentað hér í tímaritinu 1949. 1 þessari bók er nú prentuð öll dagbókin,
bréfið góða og tvö önnur. Dagbókin er mjög læsilega prentuð, og fylgja
hverjum degi skýringar, og er þess ekki vanþörf; skýringarnar eru vand-
aðar, en í allra gagnorðasta lagi. Ég hefði t. d. kosið, að reynt hefði vei'ið
framar en gert er að sýna, hvaðan tilvitnanir Gísla eru; væri sú fræðsla
enn til skýringar á lestri hans og áhugamálum.
Það er stundum, þegar prentað er úrval úr bók, að úrvalið reynist
skemmtilegra en bókin í heild; hún kann að reynast löng í lestri, þó að
efnið sé gott. Ekki gegnir hér þó því máli, enn skemmtilegra er að lesa
dagbókina alla en úrvalið; sum atriði vekja áhuga lesanda, og þau koma
aftur og aftur; þannig er þráður eða réttara sagt þræðir, sem lesanda
þykir gaman að fylgja. En um leið skiptist allt í stutta kafla eftir dögum,
og er því yfrið fjölbreytilegt.
Bókin segir frá fyrstu árunum, sem Benedikt Gröndal var í Kaup-
mannahöfn, sem allir kannast við af Dægradvöl. Hér hittum við einn af
félögum hans, Gisla Brynjúlfsson. Hann byrjar árið 1848 með þeim ásetn-
ingi að skrifa dagbók um athafnir sínar og hugsanir. Þeim ásetningi er
hann trúr langt fram eftir árinu, en þrýtur örendið, þegar á líður. Allt
um það verður þetta þó dálítil bók. Gísli greinir vandlega frá, hvað hann
hefst að — og stundum má frekar segja: hvað hann hefst ekki að; hann
greinir frá áhugamálum sinum, hvað hann er að lesa, hvernig honum
gezt að, hvernig hann bregzt við.
Sá, sem ritar, er ungur maður. Hann hefur orðið fyrir ástarsorg, sem
markað hefur furðu-djúp spor í huga lians; það er eins og hann sé aldrei
glaður. En hann hefur ungs manns þorsta í hvers kyns menntir, sem