Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 253
Skírnir
Ritfregnir
247
góð kvæði, en líka léleg kvæði. Það er sannast að segja einkar skemmtileg
tilbreyting, að Jiessi ástakvæði skuli vera mögnuð af fögnuði ástarinnar.
1 fyrri kvæðabókinni, „Villiflugi", var auðsæ ljóðræn lund, og dylst
hún ekki frekar nú. En skáldið knýr nú fastar hörpuna og af meiri hagleik.
E. Ó. S.
Guðimmdur Gíslason Hagalin: Ég veit ekki betur. Heyrt, séð og
lifað. Bókfellsútgáfan, Reykjavik 1951. — Sjö voru sólir á lofti. Reykja-
vík 1952.
Mjög er nú í tizku, bæði hér og annarstaðar, það sem kallað er ‘vie
romancée’. Það er ævisaga, sem }>ó er sett fram að nokkru eða algerlega
með tækni skáldsögunnar, og liggja frá þessum ritum almenningar, landa-
merkjalausir, yfir að löndum skáldsagnanna. En vanalega gefa rithöfund-
arnir til kynna, hversu skilja beri; undirtitill sem „Séð, heyrt og lifað“
segir berum orðum, að þessar bækur eiga að skiljast sem kaflar úr ævi-
sögu. ‘Vie romancée’ greinist frá endurminningum, því að i henni er for-
tíðin eftir mætti endursköpuð; í stað þess að láta minnið skammta sér,
segir höfundur frá hugleiðingum sínum, löngum samtölum við menn, smá-
atriðum, sem á einskis manns færi er að muna, en frásögnin á þá að
lýsa ætlun og hyggju rithöfundarins um það, hversu það og það hafi
líklega verið eða getað verið. Kostir þessarar frásagnartækni eru auðsæir:
lesanda finnst hann sjálfur sjá allt og heyra, sem sagt er frá, og slíkar
frásagnir geta verið furðulega skemmtilegar að lesa. En hún hefur líka
sína galla. Hvort sem höfundur vill eða ekki, bægir hún burt þeim sterku
áhrifum, sem einföld frásögn gamalla minninga getur haft. Þrátt fyrir
lokkandi eftirlíkingu veruleikans missir skáldsagnakennda frásögnin þann
innri trúverðugleika, sem einfalda frásögnin getur átt, sú sem fylgir sam-
vizkusamlega endurminningunni. Þetta fylgir sjálfri þessari tækni. En
hér kemur enn til sú hætta, að skemmtilegur höfundur fleyti sér áfram á
kunnáttunni, æfingunni; hann kann að gera jafnlæsilegt það, sem veiga-
mikið er, og hitt, sem er veigaminna; hann freistast til að teygja, þar sem
hann skyldi þjappa saman, og hann strikar ekki nægilega út. Slíkt hefur
víða sézt í ritum af þessu tagi.
Fyrri bók Hagalíns, sú er hér er nefnd að framan, segir frá æsku hans
og uppruna, ættingjum hans og kunningjum í æskunni og svo langt aftur
sem hann hefur sagnir af. Efnið er hér að vísu fjölþætt, en samfellt, svo
að úr verður alger heild. Það er skemmst af þessari bók að segja, hún
gefur alveg óvenju góða mannlifs- og þjóðlifs-mynd, fjölþætta og víðtæka,
svipmikla og eftirminnilega. Fróðir menn segja mér, að þjóðlífsbragurinn
sé réttur, um einstök atriði get ég ekki dæmt, en ég trúi þeirri yfirlýsingu,
sem í nafninu felst: Ég veit ekki betur.
Síðari bókin fjallar um nokkur unglingsár höfundarins. Efnið er með
öðrum hætti, þar sem þráðurinn fylgir söguhetjunni, og getur það þá ekki
orðið eins samfellt né einstakir kaflar eins jafnir að magni, og við því