Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 170
166
Stefán Einarsson
Skímir
norður með Noregi í stað norðausturs, — alveg eins og Is-
lendingar á Vesturlandi töluðu um að fara norður í land,
þótt þeir í raun og veru færu norðaustur. Eg liygg, að Óttar
myndi hafa gert slíkt hið sama, þótt Noregsströnd hefði leg-
ið frá suðaustri til norðvesturs; eins og Islendingar á Austur-
landi gerðu og gera enn í dag.
Raunar er þessi meðferð aðaláttanna alls ekki bundin við
fsland: Þannig fara Ameríkumenn out west to California,
og Los Angeles mun vera kölluð out west, hvort sem maður
er staddur í suðurhorni Flórída eða norðausturhomi Maine.
Til skýringar orðasambandsins suSur til Reykjavíkur má
minna á það, að Englendingar munu fara up to London,
hvar sem þeir eru staddir á Englandi.
1 grein, sem eg hef skrifað um áttatáknanir í fomöld, kem-
ur það nógu skýrt í ljós, að þótt þá væri mállýzkumunur
á notkun þessara orða, þá var hann öðruvísi en nú á dög-
um. Hitt er líka ljóst, að bæði nú og þá hefur verið hægt
að draga menn í sveitir eftir málfæri þeirra, og hefur Barði
Guðmundsson líklega fyrstur manna reynt að nota þessi at-
riði til þess að ákveða sveitlægni höfundar Njálu. Er aðferð
hans alveg réttmæt, en þó dálítið vafasöm, af því að hann
hefur ekki tekið nóg af vitnisburði fornritanna til greina.
Hins vegar verður sá vitnisburður aldrei nema gloppóttur,
og væri því óskandi, að menn rannsökuðu sem bezt málfarið,
eins og það er á vorum dögum, og reyndu svo að fika sig
aftur í aldir eftir rannsókn á vitnisburði Fornbréfasafnsins
og annarra rita, sem ætla mætti, að nokkuð mætti af læra
í þessum efnum.
Æskilegt væri, að menn veittu núverandi málvenju gaum
í þeim bókmenntum, sem nú er verið að skrá, en það eru
héraða- og sveitalýsingar, árbækur Ferðafélagsins og ömefna-
söfn öll. Eg hef notað nokkrar héraðalýsingar og árbækur
Ferðafélagsins við samning greinar þessarar, einkum árbók
um Eyjafjörð og Suðvesturkjálkann, og haft mikið gagn af.
Hins vegar hef eg lítið grætt á árbók um Vestfirði og ekki
verið viss um, hvort þar er fylgt héraðs-áttatáknunum eða
„almennum“ áttatáknunum, en mér er gmnur á, að hið síð-