Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 206
200
Heimann Pálsson
Skimir
er getið í Eyrbyggju, en bærinn þar heitir nú Kjallaksstaðir.
Kjarlaksvellir hét hjáleiga frá Staðarhóli (Jarðabók). Á Breiða-
firði er Kjallakssker. 1 Jarðabók er getið um Kjarlakatungur
í Landmannahreppi, en þar var skógarítak frá Klofa.
Kjaran (ír. Ciaran). Eini maðurinn á Islandi, sem getið
er um í fornum heimildum, að borið hafi þetta nafn, er
Kjaran, þræll Geirmundar heljarskinns. Við hann er kennd
Kjaransvík á Hornströndum (Ldn.). f Dýrafirði eru Kjarans-
staSir, og er þeirra getið í fornbréfi frá 1446.1) Aðrir Kjarans-
staSir eru i Biskupstungum og hinir þriðju KjaransstaSir á
Akranesi. Á Snæfellsnesi er Keransfoss og Keransgil í Litla-
Laugardal og Keransfoss í Setbergsá. Kjaransey er i Hvals-
eyjum í Mýrasýslu og önnur Kjaransey er í Akraósi. Kjarans-
klettur heitir í Ytri-Hraunsdal í Mýrasýslu.2)
Kjartan (sbr. ír. Muirchertach, sem varð Mýrkjartan á
íslenzku; í Ágripi kemur þó fyrir myndin Mýrjartak) varð
allalgengt á fslandi, er fram liðu stundir, en fyrsti maðurinn
með því heiti var Kjartan Ólafsson, að því er bezt verður
vitað. f Skagafirði eru tvö örnefni kermd við þetta manns-
nafn: Kjartansgjár undir Tindastóli er getið í þætti Þorvalds
ens víðförla, en KjartansstaSa í fornbréfi frá 15. öld.3) í
Dölum er Kjartanssteinn, sem kenndur er við Kjartan Ólafs-
son, en Kjartanskelda og Kjartanshóll eru í Skálholtsvíkur-
landi í Strandasýslu.
Kjarvalr (ír. Cerball). Ekki er kunnugt um neinn, sem
borið hefur þetta heiti hérlendis að fomu. í Skagafirði eru
KjarvalsstaSir, og er þeirra fyrst getið í fornbréfi frá 1388
(af kiarfualsstodum) .4)
Kolka (ír. Colca). í Landnámu er getið Þorbjarnar kolku
og Kolkumýra í Húnavatnsþingi. Á Auðkúluheiði eru Kolku-
hóll, Kolkulœkur og fleiri örnefni kennd við Kolku, og á
1) D. I., IV, 687. bls.
2) Sbr. Ól. Lárusson: Landnám á Snæfellsnesi, 36.—37. bls.
3) D. I., IV, 701. bls.
4) D. I., III. 410. bls.