Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 105
Skírnir
Perlur úr festi
101
eins og lokavísan í Flóres rímum og Leós eftir Hallgrím
Pétursson sýnir.1)
1 Ljóðmælum Sveinbjarnar Egilssonar (Reykjavík 1856),
bls. 147, er vísan:
Ef að vanta varmaföng,
vist og heyjaforðann o. s. frv.
Neðan máls stendur: „Fyrri hluta þessarar vísu gerði Svein-
björn heitinn, er hvorki hann né kona hans mundu upphafið,
sem á við síðari hlutann.“ Eftir þessu hefur þá síðari hlutinn
verið húsgangur, en fyrri hlutinn virðist flestum gleymdur
verið hafa, og Sveinbjörn virðist ekki heldur hafa vitað, hvað-
an hann var runninn. En hann er úr Hrólfs rímum kraka,
og er fyrri hluti rímnanna ortur af sr. Eiríki Hallssyni í
Höfða við Eyjafjörð (1614—1698).2) Er þetta fyrsta vísa
rímnanna:
Suðra bát við gómagöng
geymir málaskorðan.
Þorradœgur þykja löng,
þegar hann blæs á norðan.
Var mjög eðlilegt, að fyrri hlutinn heltist úr lestinni, því að
hann er aðeins hefðbundið form og kenningar. Síðari hlutinn
höfðaði aftur á móti eftirminnilega til hins raunhæfa lífs
þjóðar, sem þrotlaust varð að berjast við bjargarskort manna
og málleysingja.
1) 1 fyrra hluta vísunnar má taka þannig saman: Grá Gollnis alda
gjörði rjúka spanga Freyju. Gollnir (afbökun úr Göllnir, liklega við mis-
lestur Edduhandrita): Öðinn; alda hans: skáldamjöðurinn, skáldskapurinn;
spanga Freyja: kona. Merkingin verður þá: Skáldamjöðurinn, skáldskap-
urinn, gjörði rjúka konunni, þ. e. ljóðin ómuðu fyrir eyrum konunnar
(ég bar Ijóðin á borð fyrir konuna (konurnar)). Á þetta allvel við, því
að þetta er fyrsta visa í rimunni eftir mansöng, en næsta rima á undan
(16.) endar á þvi, að frændur þeirra bræðra fluttu lík þeirra að Reykjum.
— Taka mætti og visuhlutann þannig saman: Alda spanga Gollnis
Freyju gjörði rjúka. Gollnis Freyja: jörðin; spangir (band) hennar: sjór-
inn. Merkingin yrði þá: Alda sjávarins rauk (það var sjógangur). Þó er
sá galli á siðari skýringunni, að Freyja (kona) verður hálfkenning. Hygg
ég og, að fyrri skýringin sé í samræmi við hugsun skáldsins.
2) Rímurnar hafa verið tvisvar gefnar út, fyrst í Hrappsey 1777 og
i Reykjavik 1950 af Rímnafélaginu.