Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 252
246
Ritfregnir
Skímir
og sjólfur Alí Baba
svo einkar kær og kænn.
Og á nánari útmálun á þessu mundu mörg skáldin ljúka kvæðinu. En það
gerir Þóroddur ekki. Hann er úr einhverju því efni, að tíminn leysir ekki
upp „hugstein" hans: eðlisgiftu má slíkt kalla. Hann heldur áfram
kvæðinu:
Árin líða. Eitt sinn rætist
ósk þín lengst við sjónarbaug.
Hjartað yngist. Augað kætist.
Eldur fer um hverja taug.
Þá opnast þér Sesams sjóðir,
þær sindrandi rauðamálmsglóðir,
svo hreinar sem himinsins laug.
Og kvæðinu lýkur:
Sjálfur ert þú Alí Baba
og átt þér guðvefjar hlin.
Því soldánsdóttir frá Saba
er sumardrottningin þín.
Og inni langeldar loga.
Þú leikur á strengi með boga.
En úti óveðrið hvin.
Þetta kvæði sýnir, hversu 1001 nótt er orðin að eign Islendinga, minni
hennar tiltæk og sjálfsögð skáld-tákn, þegar svo ber undir. Þýðingarnar í
bókarlok sýna ást skáldsins á fjársjóðum, sem ekki voru áður innlimaðir
í íslenzkar bókmenntir, og eru þar sýnstar mætur á Burns, Shelley og
Keats. Þannig fer þá saman, að skáldið er rótgróið í íslenzkum jarðvegi
og um leið þyrst eftir erlendum menntum, og milli þess virðist engin
andstæða.
Mönnum kynni að þykja niðurlagið á „Soldánsdóttur frá Saba“ þess-
legt, að skáldið lokaði sig inni gagnvart alvöru samtímans. En það er þó
fjarri því. Skáldið er jákvætt gagnvart veruleikanum, og má víða sjá
þess merki. Listin veitir honum opinberun, skáldskapurinn er honum
vígsla, sjá „Lífgjafann", sjá „Álfastapa" (ekki sízt hin merkilegu 4. og 5.
erindi þess), en maðurinn tekur nokkuð af þeirri opinberun með sér í
dagsins annir, hún lifir í honum, eykur honum magn, lyftir honum.
Oft er treginn kveikja kvæða. Stundum beiskt bölið, jafnvel örvænt-
ingin. Vissulega hefðu ekki kvæði þessi orðið til, ef ekki hefði eitthvað
komið ólgu á hugann. En það er eftirtektarvert, að hér er gleðin aftur
og aftur kvæðisneisti. Svo er í ástakvæðum bókarinnar, sem sum hver mega
teljast meðal hins bezta þar, eins og „Soldánsdóttir frá Saba“, „Endur-
ómur“, „Fögnuður" og enn fleiri kvæði. Kiljan kvað forðum: „Gjörvöll
er náttúran grátur, grátur er skáldlegri en hlátur“ — og því var í þá
daga ort meira um grát. Ástasorg er gamalt yrkisefni, úr því geta orðið