Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 187
Skírnir
H. C. Andersen og Grimur Thomsen
183
mín hafa nú fært mér hinn ilmandi blómvönd viðurkenningar
°g uppörvunar.
f ritdómi herra Gríms Thomsens er einmitt um ævintýrin
sleginn í fám orðum sá rétti strengur, sem ber bljóminn úr
dýpt þessa skáldskapar míns. Það er sennilega ekki tilviljun,
að dæmin um kjarna og merkingu verka minna eru tekin
úr Sögum, þ. e. því, sem ég hef síðast ritað: „Ævintýrið dæmir
gamansaman stóradóm um sýnd og veruleika, um skurn og
kjarna. f því streyma tvennir strarunar. Háðskur yfirborðs-
stramnur, sem gamnar sér og skopast að stóru og smáu, hefur
hátt og lágt að leiksoppi, og undirstraumur alvörunnar, er
með réttlæti og sanni setur allt „á réttan stað“. Þetta er hin
sanna, hin kristilega kímni!“
Það, sem ég vildi og ástundaði að ná, er sagt hér skýrum
orðum.“
Á eftir þessu koma í ævisögunni rúmlega tíu línur sem
niðurlagsorð. Því verður ekki neitað, að Grímur Thomsen
hefur hlotið virðingarsess í „Ævintýri lífs míns“; ritdómur
hans er þar áhrifamikill endahnútur.
En það mun bezt að athuga veruleikann lítið eitt. Mundu
menn ekki geta fundið á undan ritdómi Gríms Thomsens um-
mæli í dönskum blöðum eða tímaritmn um skáldskap H. C.
Andersens eða ritgerðir um hann, er viðurkenna, að hann sé
skáld, ummæli, er sýna, að menn hafa tekið mark á honum,
jafnvel viðurkennt, að hann ætti óvenjulega skáldgáfu, væri
snillingur? Próf. Steingrímur J. Þorsteinsson svarar þessari
spurningu játandi í ritdómi sínum um bók Richards Becks.
Og hvað segja oss útgáfur af ritum H. C. Andersens, útgerð
þeirra og stærð upplaga rnn lesendahóp H. C. Andersens í
Danmörku? í þessu sambandi mættu menn ef til vill undrast
það, að enginn þeirra, sem hafa lagt áherzlu á skilningsleysi
á skáldskap H. C. Andersens, hefur veitt því eftirtekt, að rit-
dómur Gríms Thomsens er um heildarútgáfuna. H. C. Ander-
sen hafði raunar, áður en Grímur Thomsen samdi ritdóminn,
nógu marga lesendur til þess, að bókaútgefandi vildi ráðast
í slíka útgáfu.