Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 234
228
Ritfregnir
Skírnir
Hvers vegna svona sjálfsagðir hlutir um litla bók? Til viðvörunar. Svo
að enginn, sem utan á hana les, skuli láta blekkjast eða ókunnugir taki
innihaldið fyrir góða og gilda vöru, þ. e. sjónleik. Því er nú miður, svona
vörumerkjafölsun er ekki fátíð, en varla til tjóns, nema þar sem mikil
fákunnandi ríkir um alla gerð sjónleiksins.
En látum gott heita. Leiðum hjá okkur það form, sem höfundurinn
hefur valið verki sínu, og tökum gild orð hans sjálfs um innblástur og til-
efni verksins. Það er undramáttur og töfrar Jónsmessunæturinnar í ís-
lenzkri þjóðtrú og geðhrif, sem hásumardýrð hinnar „nóttlausu voraldar“
vekur hrifnæmri sál og velvakandi, sem túlka átti. Efnið er með öðrum
orðum eins ljóðrænt og á verður kosið. Nú má hugsa sér „drama“ á Jóns-
messunótt eins og hverja aðra nótt, og Shakespeare hefur meira að segja
spreytt sig á slíku „drama", en inn í „hásumardýrð hinnar nóttlausu
voraldar“ leiðir höfundur nokkra „persónugervinga hversdagsleikans“ og
gamlan þul í fyrra þætti, en álfameyjar og elskendur í síðara þætti, allt
þrautleiðinlegt fólk, og ekki sjáanlegt nokkurt samband á milli þáttanna,
nema sú fullyrðing, að báðir fari fram á .Tónsmessunótt. Og ljóðrænunni
slær út í ljósa loga í tali fólksins, sem lifir álíka lifi í orðinu og spilaðar
grammófónplötur; um athafnir þess stendur manni eðlilega hjartan-
lega á sama. Svo geysileg eru hin ljóðrænu áhrif efnisins, að höfundur
finnur sjálfur, að hann getur ekki sveigt persónur sínar til orða og athafna
í dramatískum skilningi; um álfameyjarnar segir hann: Þær eru „leikandi
léttar og glaðar, hjalandi og hlæjandi í sinn hóp, þótt þær grípi aðeins
lítillega inn í samtal leiksins nema í söngvum sínum.“ Hér á leikstjórinn
víst að koma til skjalanna og leggja stúlkunum, sem hlutverkin leika, orð
í munn (hjalið) — en hví ekki að gefa leikstjóra svona forskrift upp á allt
saman? Það myndi spara dálítinn pappír.
Helgi Valtýsson er ljóðrænt skáld. Innblástur og tilefni verksins hefði
ef til vill enzt í eitt snoturt kvæði. Það má merkja af því, sem skáldið sér og
túlkar í ljóðuðum hendingum, en dramatískt skáld er hann ekki.
Studiosus perpetuus: A GarSi. Sjónleikur um Hafnarstúdenta og
æskuástir. Helgafell, Rvík 1952.
Hér gefur nú á að líta: sjónleik eftir studiosus perpetuus um sjálfan
sig og félaga sína, þar á meðal þekkjanlega samtíðarmenn, meðan þeir
voru ungir á Garði og elskuðu. Efnið er sótt í aðlaðandi umhverfi. Hostrup
gerði svipuðu umhverfi góð skil í „Andbýlingum“ sínum, en það er nú
eitthvað annað uppi á teningnum hjá okkar íslenzka Hostrup. Maður fær
að sönnu glefsur úr Garðlífi islenzkra stúdenta, eins og t. d. í fyrstu sýn-
ingu leiksins og síðustu sýningu þriðja þáttar, þar fyrir utan nokkur
„fyllirí", en heildarmyndin er óljós og næsta ruglingsleg. Það batar litið,
þó að svipur hins loflega kóngs, Kristjáns IV., vaði út og inn um allan
leikinn með hátalara og ljósatilfæringar, Garður og Garðlífið er jafn-
fjarri áhorfandanum og þó að leikurinn gerðist í Argentínu.