Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 264
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Ölafur Tryggvason, Dagverðartungu.
Páll Stefánsson, stórkaupmaður, Reykjavik.
Sigurður Árnason, Bergi, Reykjavik.
Sigurður Briem, fv. póstmálastjóri, Reykjavík.
Sigurður Kristjánsson, fv. bóksali, Bjargi, Seltjarnarnesi.
Sveinn Björnsson, forseti íslands, Bessastöðum.
Sveinn M. Sveinsson, forstjóri, Reykjavík.
Vigfús Guðmundsson, fyrrum bóndi, Reykjavik.
Þorlákur Björnsson, verzlunarfulltrúi, Reykjavík.
2. Kjörfundur hafði verið haldinn laugardaginn 10. maí, kl. 5 síðdegis
í háskólanum og þá talin framkomin atkvæði. Forseti var kjörinn, til
næstu tveggja ára, Matthías Þórðarson, með 199 atkvæðum og varaforseti
Einar Ól. Sveinsson, með 83 atkvæðum. Fulltrúar til næstu 6 ára voru
þeir kosnir, Ólafur Lárusson, með 174 atkvæðum, og Alexander Jóhannes-
son, með 173 atkvæðum, og enn fremur var kjörinn fulltrúi til næstu 4
ára, með 124 atkvæðum, Einar Ól. Sveinsson, í stað Sigurðar Nordals, er
farinn var úr landi.
3. Þá las gjaldkeri upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins. Voru
þeir endurskoðaðir af endurskoðendunum og vottaðir réttir. Reikningarnir
voru síðan bornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir einnig verið endur-
skoðaðir og vottaðir réttir af endurskoðendum, og voru samþykktir af-
fundarmönnum öllum.
4. Þá voru endurkosnir endurskoðendur félagsins, þeir Jón Ásbjörnsson,
hæstaréttardómari, og Brynjólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri.
5. Forseti skýrði því næst frá störfum félagsins á hinu umliðna ári.
Sakir mikils annríkis hafði tafizt nokkuð prentun ársbókanna og útsending
þeirra til félagsmanna. Gefið hafði verið út IV. bindi hins mikla ritverks
dr. Páls Eggerts Ólasonar, Islenzkar æviskrár frá landnámstimum til árs-
loka 1940. Enn fremur Skírnir, 125. árg., og 4. hefti XV. bindis af Forn-
bréfasafninu, registur þess bindis.
Þá gat forseti þess, að á yfirstandandi ári yrði gefið út 5. og síðasta
bindið af Islenzkum æviskrám, ásamt nokkurum viðauka, Skírnir og 1.
hefti af XVI. bindi Fornbréfasafnsins. Að lokinni útgáfu Æviskránna yrði
síðan haldið áfram útgáfu Islenzkra annála og Prestatalsins, ásamt Skírni
og Fornbréfasafninu.
6. Síðan var fundargjörð lesin upp og samþykkt, og að svo búnu var
fundinum slitið.
Pétur SigurSsson.
Alexander Jóhannesson.