Skírnir - 01.01.1952, Blaðsíða 14
10
Ólafur Lárusson
Skímir
því aðallega að gæzlu hagsmuna Islands í sambandsríkinu,
Danmörku. En starfsvið Sveins Bjömssonar varð þó víðtæk-
ara en þetta. f sambandslögunum var íslendingum leyft að
senda sendimenn til annarra landa til þess að semja um
sérstök íslenzk málefni. Þessi heimild var alloft notuð, og kom
þá mest til kasta Sveins Björnssonar að vinna að þeim samn-
ingum fyrir lands síns hönd. Var hann formaður ýmissa
samninganefnda, auk þess sem hann sótti ýmsa alþjóðafundi
sem fulltrúi fslands. Sumir menn höfðu kviðið því, að oss
myndi reynast örðugt eða ókieift að rækja utanrikismál vor
sjálfir. Sveinn Björnsson sýndi það með sendiherrastarfi sínu,
að oss var þetta fært og að þar eins og annarstaðar var oss
sjálfs höndin hollust. Hann lagði gmndvöllinn að utanríkis-
þjónustu vorri, og þegar vér hófum hana sjálfir, var það
undirbúningsstarf hans ómetanlegt.
Jafnframt því að vera sendiherra íslands í Danmörku var
Sveinn Björnsson mikilsmetinn ráðunautur ríkisstjórna þeirra,
er hér sátu að völdum, bæði i utanríkismálum og mörgum
málum öðmm. Em þau mál ótalin, sem leitað var um leið-
beininga hans og ráðið var farsællega til lykta samkvæmt
viturlegum ráðum hans. Má fullyrða, að allir ráðherrar þeir,
sem leituðu ráða til hans, hafi verið sammála um það, að
aðstoð sú, er hann veitti, hafi verið þeim mikils virði og
hann hafi ávallt reynzt þeim hollráður og heilráður.
Með sendiherrastarfi sínu vann Sveinn Björnsson landi
sínu ómetanlegt gagn. En þegar hann lét af því, eftir ná-
lega 20 ár, beið hans nýtt verkefni enn virðulegra en hið
fyrra.
Eins og öllum er kunnugt, þokaðist ófriðurinn mikfi nær
landi vom en fyrr, vorið 1940. Landið var hernumið af Bret-
um og nágrannalöndin af Þjóðverjum. Útlitið var viðsjárvert
og eigi að vita, hvað framtíðin kynni að bera í skauti sinu.
Konungur landsins gat eigi lengur gegnt stjórnskipulegum
skyldum sínum, og Alþingi fól ríkisstjórninni meðferð valda
hans. Þessir viðsjárverðu tímar voru einmitt þeir tímar, er
undirbúa átti skilnað Islands og Danmerkur. Oss var mikil
þörf viturlegra og hollra ráða, og ríkisstjórnin kvaddi Svein