Skírnir - 01.01.1953, Page 9
KRISTJÁN ALBERTSON
ÁRNI PÁLSSON
13. september 1878 — 7. nóvember 1952
1.
Á víð og dreif kallaði Árni Pálsson sína einu bók, safn
af ritgerðum og ræðum, og mætti segja mér, að hann hafi
brosað í kampinn, þegar honum hugkvæmdist sá titill, fimd-
izt hann komast furðu nærri því að vera gagnorð lýsing á
lífi, gáfnafari og afköstmn höfundarins. Hann var hvorki
einhæfur né einlyndur maður og dreifði sínum miklu kröft-
um. Varð sagnfræðingur, sem kom minna í verk en sjálfur
hann og aðrir hefðu viljað, víðlesinn fagurfræðingur með
öruggan smekk, einn fremsti ritdómari síns tíma, sjálfur
skáld, örfárra, en mjög fallegra kvæða, blaðamaður í ígripum,
ritstjóri tímarita, síhugsandi um stjórnmál og öðru hverju í
framboði til alþingis — en fyrst og fremst áberandi persóna,
heimsmaður, samvistamaður, talandi hálfan daginn um allt,
sem máli skiptir í mannlegu lífi. Allt, sem hann lét frá sér
fara, var vandað og sterkt, skilgetið afkvæmi hans sérkenni-
lega persónuleika, en þó varð maðurinn sjálfur öllum enn
minnisstæðari en nokkuð, sem hann hefur gert.
Aðrir en eg verða að dæma um vísindamanninn, hvað
hann fékk áunnið til traustari þekkingar og dýpri skilnings
á sögu fslands, og þá sérstaklega sögu kirkjunnar á þjóðveldis-
tímanum og stjórnmálum á Sturlungaöld, sem voru tvö höfuð-
rannsóknarefni hans á kennarastóli i háskólanum. Það hefur
orðið hlutskipti mitt að skrifa þessa minningargrein, af þvi
að eg var einn af þeim, sem bezt þekktu manninn Árna
Pálsson, og átti því láni að fagna, að við vorum vinir.