Skírnir - 01.01.1953, Side 10
6
Kristján Albertson
Skírnir
2.
Þegar Árni Pálsson sigldi 1897 til að lesa sagnfræði í
Hafnarháskóla, eftir að hann hafði alla tíð verið með hinum
efstu í miklum gáfumannahekk og tekið mjög hátt stúdents-
próf, tæpra nítján ára gamall, mun sjálfum honum sem öðrum
hafa þótt einsýnt, hvað fram undan lægi — glæsilegur náms-
ferill, skjótur embættisframi og síðan menningarleg afrek.
Gat þess verið langt að bíða, að háskóli yrði stofnaður á
Islandi, og var ekki hér einn af hinum útvöldu til þess að
helga sig sagnfræði Islands? Allir vissu, að hann stefndi hátt,
af atorku og miklum gáfum.
Hann var lengi við nám, lengur en nokkur annar. Sjálfur
sagði hann svo frá siðar, að á fyrsta Hafnarári hafi hann
stundað nám sitt reglulega og af kappi, en á öðrum vetri
orðið breyting á lífsháttum sínum, sem upp frá því urðu
aldrei hinir sömu sem fyrr. Hann byrjar að elska sjálft lífið,
jafnt bókum og fræðum, og lífið hann, meir en aðra. Hann
sjálfur, og umhverfið, uppgötva í honum annan mann en
námshest og lærdómsmann — gleðimanninn, heimsmanninn,
mann hinnar líðandi stundar og hins margskipta áhuga. Hann
ann til dæmis fögrum bókmenntum miklu meir en góðu
hófi gegnir um sögustúdent. Og það, sem er að gerast í sam-
tíðinni, fær sterkar á hug hans en hollt er fyrir þann, sem
á að vera allur í námi um fortíðina. Persónuleiki hans sprengir
af sér böndin, kraftar hans láta ekki lengur að stjórn. Hann
verður einn af þeim, sem telja sér ekkert mannlegt óvið-
komandi. Og hann gerist hinn mannblendni maður, í iðu
stúdentalífs og stórhorgar, hinn mælski og margfróði höfuð-
garpur í list hinnar löngu, frjóvu viðræðu, sem ungir menn
hafa ævinlega iðkað, á herbergiskytru stúdentsins, á göngu-
förum, í glaumi kaffihúss og glaðværð ölkrár og vínstofu.
Með hverju ári verður örðugra að snúa við. Hann verður
maðurinn, sem allir heimsækja, allir ónáða, allir bjóða, hve-
nær sem á að vera glatt á hjalla —■ hinn mikli aufúsugestur
við veizluborð lífsins, þiggjandi og veitandi í senn, hvar sem
skemmtan og menntir voru í hávegum.
Kaupmannahöfn var á árunum fyxir fyrra stríð annáluð