Skírnir - 01.01.1953, Page 12
8
Kristján Albertson
Skírnir
Hann herðir sig upp til að reyna að ná prófi, en fellur —
beittur óvenjulegri harðleikni, að kunnugra sögn, vafalaust
vegna þess að prófessorarnir hafa ekki viljað fyxirgefa van-
rækta tímasókn og stopula ástundun. Enn dvelst honum í
Höfn, en loks er ekki um annað að gera en halda heim, eftir
þrettán ár — próflaus. En hámenntaður maður, og einn af
þeim, sem þrátt fyrir allt hlýtur að sigra.
3.
Hann býr í Reykjavík, það sem eftir er ævinnar, er fyrst
bókavörður á Landsbókasafninu, síðar líka sögukennari í
ýmsum skólum og ritstjóri Skírnis, en hreppir loks kennara-
stól háskólans í sögu fslands 1931. Hann verður snemma einn
mest áberandi maður í Reykjavík og engum manni líkur,
hvert mannsbarn þekkir hann í sjón langar leiðir.
Árni Pálsson var góður meðalmaður á vöxt; herðamikill,
feitlaginn, hægur og þungur í fasi, virðulegur í framgöngu.
Yfirbragðsmikill, þykkleitur og stórfelldur í andliti, rangeyg-
ur, svipþungur, fallega ljótur, og óveðursnánd í dráttunum
— þegar hann ekki brosti, brosi háðfuglsins eða brosi gæða-
mannsins. Röddin var mjög sterk, sköpuð til að heyrast á
stórum mannfundum, áherzlur einbeittar og þungar — þungi
var eitt höfuðeinkenni persónunnar, þungi, sem bjó yfir
miklum geðsmunum, hiklausri sannfæringu, alvöru og guð-
móð. Annað aðaleinkenni var ylur bjarnarins, lífsfögnuður
tilfinningamanns, samúðin, gæðin. Hann var maður geð-
hreinn, hálfvelgjulaus, og lund hans átti marga strengi og
örar sveiflur. Honum fór manna bezt að vera „glaður á góðri
stund“, gera augnablikið að hátíð, segja frá eða fara með
kvæði, svo að birti af hverju orði, stofna til rökræðu, sem
skerpti hugina, að gleðjast og gleðja, að fræðast og fræða
— en þess á milli var hann stríðinn, áreitinn, gustillur, eða
hvass eins og norðanbálviðri, hlífðarlaus, hneykslaður frá
hvirfli til ilja.
Þannig kynntist Reykjavík honum í yfir fjörutíu ár, hann
varð einn af þeim mönnum, sem mestur bragur var á og
flestum þótti vænt um.