Skírnir - 01.01.1953, Síða 13
Skímir
Árni Pálsson
9
4.
Hann kemur fyrst fram í opinberu lífi sem ritstjóri Þj68-
ólfs, skömmu eftir heimkomuna (1911), en aðeins nokkra
mánuði og án þess að orð færi af ritstjórn hans. Það er sem
mælskumaður, að hann vekur fyrst almenna athygli, sem
fyrirlesari og sem ræðumaður á stúdentafundum og pólitísk-
um fundum — allir finna, að hér er kominn fram á sjónar-
sviðið nýr maður, sem um munar. Frægustu ræðu sína á
þessum árum flytur hann fyrir minni Matthíasar Jochums-
sonar í heiðurssamsæti stúdenta 1915, kveðju hinnar ungu
kynslóðar til hins aldurhnigna þjóðskálds, flutta af sterkri,
djúpri tilfinningu, andagift og orðsnilld. Eftir þessa ræðu er
Árni Pálsson einn af hinum fáu, sem fyrst er leitað til, þegar
bezt skal vanda til höfuðræðu í samkvæmi eða á mannfagnaði.
„En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin“ -—• svo
kveður Einar Benediktsson um útsæinn, og eitthvað svipað
hefði komizt næst þvi að lýsa Árna Pálssyni, þegar mest
sópaði að honum í ræðustól, til dæmis þegar hann réðst á
bannlögin í einum af sínum mestu vígamóðs-fyrirlestrum.
Svo kunni enginn að ta'la um hans daga nema hann einn.
Eg hef einu sinni áður reynt að lýsa honum sem ræðu-
manni og skal leyfa mér að vitna í þá lýsing:
„Eg hef heyrt ræðumenn, sem kunnu sína list, að halda
athygli áheyrenda sívakandi, sem hvesstu svipinn eða brostu,
brýndu röddina eða töluðu hljóðlega, köstuðu hnefanum fram,
hófu vísifingurinn, tóku á öllu, sem til var. Árni Pálsson er
þeim gerólikur, hann er eins náttúrlegur og hugsazt getur,
kemur til dyranna eins og hann er klæddur — og bara talar.
1 hverju er þá fólgin yfirburðamælska hans?
Hann virðist hafa alla innri og ytri hæfileika til að vera
mikill ræðumaður. Hann hefur með afburðum sterka og
áheyrilega rödd, sem jafnframt er hljómhrein og þægileg,
hvort sem hann beitir henni rólega eða í hita. Honum er
sem bezt má verða létt um orðalag, og þó er alltaf þungi og
kraftur í máli hans, bragð að hverri setningu. Hvert orð,
sem fer af vörum hans, er sem þrungið af lífi, af merkingu,
af efni. En því verður ekki svarað, í hverju mælska hans sé