Skírnir - 01.01.1953, Síða 14
10
Kristján Albertson
Skírnir
fólgin, með því að greina sundur einkenni hennar. Hún er
fólgin í því, að hann er meiri persóna i ræðustól en nokkur
annar: hann er sannfæring, alvara, geðsmtmir, kraftur hugs-
unar og tilfinningar, hann er þetta allt í senn í efni ræð-
unnar, í svip og látbragði, í raddhreim og framburði — heitur
mannlegur andi, sem hefur hið lifandi orð á valdi sínu, lætur
áheyrendur gleyma öllu öðru en því, sem hann er að segja,
hrífur með sér, knýr hugina undir áhrif sín.“ (ÍJr grein um
Árna Pálsson fimmtugan.)
5.
Rithöfundarfrægð Árna Pálssonar kom síðar en orðstír hans
sem mælskumanns, með skrifum hans í blöð og tímarit,
einkum Skírni og Vöku. Hann tekur sæti á bekk með Guð-
mundi Finnbogasyni og Sigurði Nordal sem einn af þremur
meisturum sinnar kynslóðar á list ræðu, ritgerðar og greinar.
Hann dregur m. a. upp ógleymanlega mynd af vini sínum
Jóhanni Sigurjónssyni, af manninum og skáldinu, og aðra af
Georg Brandes, mestu lýsing bókmennta vorra af höfðingja
í andlegu lífi álfunnar. Hann var eini Islendingur sinnar
samtíðar, sem hafði almenna hámenntun, söguþekking og
kröftuga, sjálfstæða hugsun til að skrifa af yfirsýn og mynd-
ugleik heimsborgarans mn stórmenni og viðburði síns tíma,
Vilhjálm annan Þýzkalandskeisara, bylting bolsjevíka i Rúss-
landi, Mussolini o. s. frv. Um eitt skeið lá homnn hugur á
að gefa út tímarit um sögu samtímans, en hann vantaði út-
gefanda, samverkamenn, nógu stórt þjóðfélag að bakhjarli.
Hann var einn af þeim, sem skrifað hafa fallegasta íslenzku.
Sigurður Nordal sagði eitt sinn, að Árni Pálsson væri síðasti
höfundur á Islandi, sem skrifaði klassískt. Mál hans var
nálega laust við nýmyndanir, átti tæpast annan frumleik
en mjög persónulega hrynjandi, þá ólgu af skapi og vilja,
sem streymdi í taugum höfundarins. Það er hraði í stíl hans,
léttur og þungur í senn, lesandinn berst áfram eins og á
breiðu, djúpi fljóti. Þessi hraði er nútímaeinkennið á stíl
hans. Að öðru leyti stendur ritlist hans á fornum merg, mál
allra tíma lék honum á tungu, mál sögu, annáls og meistara