Skírnir - 01.01.1953, Page 16
12
Kristján Albertson
Skírnir
manna. Hvorki Rristur né Sókrates skrifuðu einn staf, svo
að nefndir séu tveir af æðstu konungum hins talaða orðs.
Á vorum tímum má vera, að þessi gerð virkra andans
manna sé að mestu horfin. Eftir að prentöld hófst, varð hið
skrifaða mál höfuðvopn orðsins manna, sem girntust áhrif,
völd, fé eða frægð.
Árni Pálsson átti erfitt með að setjast við ritstörf, langar
einverusetur við skrifborðið áttu ekki við hann. Hann mun
jafnan hafa dregið eins lengi og hægt var að byrja á ritgerð.
Hann varð að vera vel fyrir kallaður, geta skrifað af þörf,
áhuga, gleði, enda sér hvergi þreytublæ á neinu, sem eftir
hann liggur. En ekki er einhlítt að vera vel fyrir kallaður,
þegar rithöfundur er gæddur þeirri vandvirkni að þola ekki
minnstu missmíð á verki sínu. Helmingur af gáfu listamanns-
ins er sem kunnugt er þolinmæði, og Árna Pálsson skorti
þolinmæði til þess að verða afkastamikill rithöfundur.
Lestur, nám, rannsóknir og vinna gátu aldrei átt hann
nema hálfan — að hálfu var hann alla ævi það, sem hann
varð á stúdentsárunum, maður borgarstrætisins, kaffihússins,
setustofunnar — viðræðunnar. Honum nægði ekki að kynn-
ast lífi og samtíð af bókum og blöðum, hann varð að fá að
standa augliti til auglits við mennina, horfa á þá, spyrja þá,
tala yfir hausamótunum, neyta síns skæða vopns — lifandi
orðs hinnar sterku raddar. Hann verður sá andans maður,
sem er á ferli innan um samborgara sína, ekki til að drepa
tímann, heldur af því að honum er mikið niðri fyrir. Aðal-
lífsstarf hans verður að tala, hans mesta frægð hin fleygu
orð, sem fæðast af augnablikinu, af stund og stað. Þetta form
á andlegri forustu, þessi framkvæmd, er honum eðlilegust
og virðist öllu öðru fremur fullnægja metnaði hans og
athafnaþrá.
Ef hann hefði lifað i Aþenu á fimmtu öld fyrir Krist,
hefði mátt sjá hann niðri á Dromos á hverjum degi, ræð-
andi við Sókrates og sófistana um lífsskoðanir og tímans tákn.
Hann hefði verið einn af þeim, sem mest var á hlustað, fræg-
ur þrætugarpur, og myndhöggvarar skilað eftirtímanum þessu
merkilega höfði í marmara. Ef hann hefði lifað í Róm á