Skírnir - 01.01.1953, Side 17
Skírnir
Árni Pálsson
13
blómadögum heimsveldisins, hefði hann verið daglegm* gestur
á Forum, talandi við háa og lága, nema hann hefði verið
senator, en þá væri ekkert líklegra en einhver af ræðum
hans væri enn kennd í latínuskólum heimsins. Hann lifði
í Reykjavík á fyrri helmingi tuttugustu aldar, birtist í mið-
bænum og á Borginni, þegar leið á daginn, spyrjandi um allt,
sem gerðist, þreifandi á lífæð bæjarins, kveðandi upp dómana
um menn og viðburði, menntir og stjórnmál, af heitum áhuga,
snjall og skemmtinn — fram á nótt, ef því var að skipta,
í góðum hóp og með glös á borðum.
Með hvaða rétti telst slíkur maður andlegur leiðtogi? Iíann
var einn af þeim mönnum, sem mest var hlustað á og mest
var vitnað í. Hann var einn sterkasti vitsmunalegi og siðlegi
kraftur sinnar samtíðar, að eðlisfari bæði kennimaður og
dómari. Engan mann hef ég séð þjást eins í andlitsdráttum
yfir heimsku, lítilmennsku eða lubbaskap í opinberu lífi, eða
andleysi og vesöld í rituðu máli. Hann var einn óháðasti og
óhræddasti maður í sínu þjóðfélagi, oftast ákveðinn flokks-
maður, en ævinlega reiðubúinn að kveða upp þunga dóma
yfir flokki sínum og flokksmönnum — og rammur andstæð-
ingur, sem lét svíða undan orðum sínum. Hann var manna
ósáttfúsastur við allt, sem hann hataði, hvort heldur var í
opinberum háttum eða í dagfari og siðum þjóðar sinnar.
Hann var hreinsandi gustur, mitt í hinni pólitísku brælu, og
boðberi fyrirmennsku í byrjandi, stækkandi borg, sem lá
undir áföllum af misjafnri siðmenningu, utan af landi og
utan úr heimi. Hann þjáðist alla ævi af eins konar ofnæmi
fyrir öllu því, sem að var eða illt gerðist á ættjörð hans.
Það er frægt, hve oftlega hann varð hneykslaður, og enginn
kunni að orða máttugri reiðilestur. Reiði hans var gremja
mannsins, sem var öðrum fremur fæddur til þess að gleðjast
yfir glæsileik og fegurð, en verður að þola það að lifa í mein-
gallaðri veröld og útkjálkaþjóðfélagi.
Eg sagði einu sinni við hann eftir reiðilestur: „Ef eg lifi
þig og skrifa um þig, ætla eg að hafa að einkunnarorðum
það, sem Anatole France sagði um Flaubert: C’était un
homme excellent, et c’est pourquoi il était furieux toute sa