Skírnir - 01.01.1953, Síða 18
14
Kristján Alberlson
Skírnir
vie — þetta var mesti ágætismaður, og það var þess vegna
sem hann var bálreiður alla ævi.“ — Hann reyndi að verjast
brosi, hristi höfuðið: „Þykist þú ætla að lifa mig. Eg verð
manna elztur.“
Hann var einn af þeim mönnum, sem oftast sagði hið rétta
— það, sem átti að segjast. Og hann var einn af þeim, sem
menn oftast langaði til að hrópa húrra fyrir eða bera á gull-
stól. Eg sé hann fyrir mér í blóma lífsins, í miðri stofu hjá
Ölafi Thors, þeim manni, sem hann um langt skeið heim-
sótti oftast, heyri hann kveða upp sína stóru dóma af mergj-
aðri mælsku, og yngri aðdáandi sprettur á fætur, og grípur
til láns frá stóru skáldi, til þess að fá þakkað ræðuna með
orðfæri, sem henni sé samboðið — hrópandi: Árni Pálsson
„stendur strauminn, stór og frjáls í miðjum sjó“!
8.
En nú munu einhverjir segja: Hver hirðir um hneykslun
og siðaprédikanir í voru léttúðuga og andvaralausa þjóð-
félagi? Allir reiðilestrar Árna Pálssonar ruku út í veður og
vind. Hið merkilegasta við manninn var blátt áfram það,
að hann var manna skemmtilegastur, orðheppnastur, glað-
værastur, en jafnframt geðmestur af öllum mönnum, sem
gáfu sér tíma til að vera mikið á ferli í borginni.
Eg er gersamlega ósammála því, að áhrif Árna Pálssonar
hafi verið lítil, þó að ef til vill sé hvergi hægt að benda á
þau sem óyggjandi staðreynd. Hann var einn þeirra andans
manna, sem sáði út frá sér á báðar hendur, svo að bar ávöxt,
hvar sem hann hitti fyrir ógrýttan jarðveg.
En hins skemmtilega, orðheppna manns verður að geta að
nokkru, enda þótt ekki sé auðgert að gefa hugmynd um hann
í stuttri tímaritsgrein. Til þess þyrfti bók með sögum um
liann og öllum hans þjóðkunnu andsvörum og athugasemdum,
en flest af því er of persónulegs eðlis til að birtast fyrst um
sinn.
Hann átti m. a. hið óvænta og gjörsigrandi svar, síðasta
höggvandi orðið í þrætu, svo að „af fauk höfuðið“, eða því