Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 20
16
Kristján Albertson
Skírnir
á eigin óskeikulleik. „List er indæl,“ sagði hann, „en eg vildi
óska, að eg hefði aldrei þekkt neinn listamann.“
Hann var nógu mennskur til þess að þykja vænt um það,
sem mælt var hlýlega í garð hans sjálfs, en hans var lengi
vel lítið getið í blöðum, hann gaf ekki út bækur. Hann kom
til mín eitt sinn, eftir að eg var nýlega orðinn ritstjóri VarSar
og hafði farið geyst af stað gegn skæðum og óvægum and-
stæðingum. Próförk lá á borði mínu, grein, þar sem eg m. a.
lauk lofi á miklar gáfur Árna Pálssonar. Eg sá, að honum
þótti vænt um. En eftir stutta umhugsun stóð hann upp,
strikaði út lofið um sjálfan sig og sagði: „Þú ert ungur og
heyr nú þína fyrstu stjórnmáladeilu, af nokkru kappi. Eg
get þurft að bregða skildi fyrir þig, og þá má ekki vera hægt
að segja, að eg geri það til að þakka hrós um sjálfan mig.“
(Eg þarf ekki að geta þess, að eg lét ekki útstrikun hans
standa.)
Eins og áður segir, voru stjórnmál á Sturlungaöld ein af
sérgreinum hans. Ef til vill var þó einn af nemendum hans
jafnstálsleginn í Sturlungu — hver veit, kannske enn minn-
ugri, Jón Jóhannesson, síðar prófessor. Eitt sinn greindi þá
á í tíma um eitt atriði í hinu mikla söguriti. Slegið var upp,
og kom í ljós, að Árni hafði haft rétt fyrir sér. Hann varð
glaður við. Dró ekki dul á, að hann var hróðugur. Bauð
síðan öllum nemendum upp á kaffi eftir tíma til að minnast
þessa atburðar. Fáir munu í stöðu háskólaprófessors hafa
kunnað að heiðra nemanda sinn á fallegri hátt né af auð-
mjúkara hjarta hins vitra manns.
9.
Árni Pálsson varð víðkunnastur allra sinna samtíðarmanna
á Islandi, þeirra er ekki fóru með völd né gerðust afkasta-
mestir í bókmenntum og listum — og þegar á ævina leið
hverjum öðrum jafnfrægur. Var hann þá einn af hinum
miklu mönnum síns tíma? Sumir munu bera brigður á það.
Stakanov, vinnujötunninn, hinn mikli uppskerumaður, er
meginhugsjón vorra tíma, kannske allra tíma. Þó er mælt,
að þurfi margs konar menn til að mynda veröld — að minnsta