Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 23
Skímir
Stephan G. Stephansson
19
nema einu sinni eftir það, í boði Islendinga sumarið 1917,
„árið, sem ég átti gott11.1 Vestan hafs nam hann nýtt land
þrisvar sinnum, átti heima í Bandaríkjunum fyrstu 16 árin
og kvæntist þar frænku sinni bárðdælskri, Helgu Jónsdóttur.
En um hálffertugt settist hann að í Albertafylki í Kanada
vestur undir Klettafjöllum og bjó þar hátt á fjórða áratug,
til dauðadags 1927. Foreldrar Stephans voru á hans vegum
til æviloka, og þau Helga eignuðust 8 börn. Fyrir þessari
stóru fjölskyldu vann Stephan ávallt af hlífðarlausri elju og
gerðist um síðir bjargálna bóndi. Daglegum störfum sínum
lýsir hann svo í bréfi, þar sem hann varð að hlaupa frá hálfn-
aðri setningu vegna tafa: „Ég vinn, held ég, meðalmannsverk
á hverjum degi, svo á kveldin, helzt í skammdeginu, því þá
er ég ólúnastur, af því nóttin . . . er þá svo löng. Þegar aðrir
fara að dotta og verða málstirðari, fleygi ég mér ofan í stól
eða upp í rúm, drekk mér tebolla, kannske, rispa svo með
blýanti á pappírsmiða einhvern erindi úr kvæði, sem ég þá
hef í huganum, eða les í bók, hafi ég þá nokkra hók, sem
ég hef „lyst“ á — ég er allra manna vandætnastur á bækur...
En svona er þá mín andlega ævi, aldrei tómstundir, bara
andvökur og hjáverk, sem eins og allt gerir sér að skyldu að
fipa fyrir. Ég segi þetta eins og er, en ekki til að barma mér
yfir því. Þrátt fyrir allt hefur maður marga ánægjustund,
. . . skreiðist stundum upp úr leðjunni út í sólskinið.“2
Sólskinið var auðugt menningarlíf, sem honum tókst að
búa sér í öllum bóndaönnunum, andlegar iðkanir, skáldskap-
ur og önnur ritstörf. Og af þessum hjáverkum liggur svo
mikið eftir hann, að 6 binda ljóðmælasafn hans, Andvökur,
nemur nærfellt 1800 blaðsíðum, en bréf hans og ritgerðir
fullum 1400 prentsíðum. Magnið eitt væri undrunarefni,
þegar alls er gáð, og er þó minnst um það vert. En þessi verk
í heild skipa Stephani í flokk stórbrotnustu skálda og frábær-
ustu gáfumanna, sem fæðzt hafa á Islandi. Um það hefur
meira að segja verið komizt miklu fastar að orði af merkum
1) Heimferðarórið, A. V, 303; Orv., 32 (1918).
2) Br. I, 66—67 (1897).