Skírnir - 01.01.1953, Síða 25
Skímir
Stephan G. Stephansson
21
svo skarpskyggn og djúpskyggn, a5 stundum mætti virðast
sem einhver yfirskilvitleg eðlisávísun benti honum á leiðirl til
skilnings á mönnum og málefnum — og stendur hann þó
jafnfjarri allri dulrænu sem mest má verða. En svona eru
gáfurnar ríkar. Þarna fer maður, sem á sér óþrjótandi um-
hugsunarefni og áhugamál og auðugt hugmynda- og tilfinn-
ingalíf, án þess að láta þröng kjör sín að því kreppa né heldur
láta andlegu efnin draga sig frá verksviði daglegrar lífsbar-
áttu — lætur hvorugt glepja fjrrir hinu. Maður, er megnar
að rækja eins og fremst getur samrýmzt skáldköllun sína og
veraldleg skyldustörf.
„Vinna er blessun, ekki bölvun,“ segir hann. „ ... Yfir
lífinu á ég minna að kvarta en margur annar, en það er
af því ég hef skilið það á minn hátt, en ekki fyrir öðruvísi
góða daga.111 Ég á „mína bakhjarla, dálitla samúð með mál-
efnum mannanna, nokkurn unað í góðum ritrnn og er ekki
alveg blindur fyrir fegurð náttúrunnar. Þetta er viðhaldið.“1 2
Þessar voru einmitt menntalindir Stephans: ma'öurinn, bók-
menntirnar, náttúran. Og í fyllstu merkingu þeirra orða var
Stephan sjálfmenntaSur og sannmenntáSur.
Oft fer þeim svo, sem orðið hafa af sjálfsdáðum að renna
stoðum undir menntun sína, að þeir verða beiskir í garð
þeirra, sem rudd var brautin til lærdóms — stundum verða
þeir þóttafullir vegna yfirburða sinna — og loks hættir þeim
að öðru jöfnu fremur til sérvizku og einsýni en skólagengnum
mönnum. Engu af þessu er til að dreifa um Stephan, nema
gagnstætt sé. Svo var hann mikill af sjálfum sér, að hvorki
þurfti hann fyrir neinum að glúpna né ofmetnast gagnvart
nokkrum — átti gott bæði við marga helztu mennta- og emb-
ættismenn íslenzka sem og sveitunga sína og samferðamenn.
Og lærdómsleysið varð honum til gæfu á ýmsa lund — hann
óx við að kljúfa strauminn af eigin rammleik, stýrði fram
hjá fordómum skólafólks — sem verður, því miður, oft steypt
í sviplíku móti — en sigldi svo djúpleiðis, að hann strandaði
1) Br. I, 255 (1911).
2) Br. I, 268 (1911).