Skírnir - 01.01.1953, Síða 27
Skímir
Stephan G. Stephansson
23
menningar.“1 En — frá heimkynnunum nýju leit hann ver-
öldina öðrum augum en hann hefði gert innan úr Bárðardals-
botni. Hann gerði hvorttveggja: að varðveita og rækta íslenzka
arfleifð — og neyta hins nýja víðsýnis.------------
Stephan orti og samdi einvörðungu á íslenzku. Þeim mun
meiri vandi er okkur Islendingum á höndum, er við sitjum
að kalla einir að því fordæmi og þeim fjársjóðum, sem hann
skapaði með lífi sínu og starfi. Þess er þó ekki að dyljast,
að hér höfum við almennt verið tómlátari en skyldi. Sitthvað
má raunar telja fram því til skýringar, þótt síður endist til
afsökunar, og er þar helzt, að kveðskapur Stephans er svo
mikill að vöxtum, misjafn að gæðum og sums staðar torveld-
ur aflestrar, að ekkert áhlaupaverk er að brjóta hann til
mergjar, þótt mikil stoð og leiðarvísan sé þar að ágætu úrvali
og afbragðsritgerð Sigurðar Nordals.
Stephan er aðkomu óalþýðlegasta alþýðuskáld okkar. En
hann lagði líka mikla merkingu í það orð. „Alþýðuskáldið
er sá, sem með ljóðsnilld nýjar upp smælkin í hversdagslífinu
í liögum og hugsun fólksins.“2 Hann er, eins og Sigurður
skólameistari Guðmundsson orðaði það, „meira skáld en lista-
maðin-, enn meiri andans maður en skáld“.3 Hvorki hæfir
Stephani neitt slíkt tyllidagstal né heldur þarf hann þess
með, að undan séu felldir þeir ásteytingarsteinar, sem list-
hnökrar hans hafa orðið mönnum. Lengd sumra kvæðanna
getur orðið þreytandi, orðaval er stundmn óviðfelldið eða
orðmyndir vafasamar, og einkrnn hættir stilnum til að verða
saman rekinn og þunglamalegur, jafnvel flókinn og klúsaður.
Um þetta kemst séra Matthías skemmtilega að orði, er hann
segir, að „sá mikli ljóðamatur“ minni á „nestispoka Skrýmnis,
er, Þór sjálfur fékk eigi leyst. Segja má og, að sum kvæðin
St[ephans] sé „gresjárnum“ greipt, þótt fundið þykist ég
hafa suma ólarendana11.4 En hér er margs að gæta og ekki
1) tTrv., lxxi.
2) Br. II, 81—82 (1915).
3) Isafold 20. október 1917; Heiðnar hugvekjur og mannaminni, Ak.
1946, 62.
4) Norðri 8. janúar 1910.