Skírnir - 01.01.1953, Síða 28
24
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skirnir
hálfsögð sagan. Stephani bjó svo mikið í huga, að það varð
að ryðjast fram, þótt oft hrysti hann tíma — fremur en
þolinmæði — til að fella það saman og fága til fullnustu.
Varðandi málsmeðferð hans eru aðdáunarefnin ótal hjá hverju
vandlætingar-tilefni. Þekking hans á málinu var fágætlega
mikil, þótt ekkert tillit væri til þess tekið, hve ungur hann
fór héðan af landi og hve íslenzkur bókakostur hans var
lengstum fáskrúðugur. Orðaforðinn var feikilegur, enda orða-
minnið einstakt og orðayndið mikið. Nýyrði notar hann mörg
— kveðst þar heldur vilja skapa nokkuð, þótt sumt verði
aftur vanskapnaður1 ■—• en ýmis þeirra eru afburðasnjöll:
„Hvíla allar oftaks lúnar hendur.“2 Gömul orð og orðasam-
bönd geta hjá honum gengið í endurnýjun lífdaganna, hugsuð
frá rótum, séð ferskri sjón: „Það gull, sem að óþekkt í aur-
unum lá og atvikið gróf ekki til.“3 — Þannig ljúkast oft
hugsun og myndir upp í einhverri nýstárlegri nekt og skýr-
leika, og stíllinn fellur þá svo þétt að efni, að engu verður
um haggað.
Stephan segir: „Tvær leiðir liggja til listar í formi, að láta
orðin liðast saman, létt og mjúkt, eins og silkiþráð, eða greipa
þau saman, sterk og tíguleg, eins og stuðlaberg. Ég hef þreytt
hvorttveggja."4 Það eru sannmæli. Hið fyrra kallar hann
meira að segja auðveldast — að leika einraddað á langspilið
— og kann á því hrífandi tök. En hitt er þó drottnandi og
sérkennilegast hjá honum: kjarnakveðskapurinn, samanþjöpp-
uð hugsun í mergjaðri orðkynngi. Hann vildi, að ritmál —
og einkum skáldskaparstíll — væru i senn viðhafnarlegri og
knappari — yfirbragðsmeiri og inntaksfyllri en hversdagslegt
talmál. Hann lagði mest upp úr hugsuninni, efninu — taldi
auðuga hugsun í ófullkomnu formi meira virði, jafnvel fyrir
málið, en áferðarfallega efnisleysu, þótt orð og greinaskipun
stæðu þar málfræðilega „keiprétt, eins og tóm eggjaskum i
náttúrugripasafni“. En „sá, sem eykur einni einustu snjallri
1) Br. I, 55 (1894).
2) Fossaföll, A. IV, 142; tJrv., 17.
3) Á ferð og flugi, Almeimingsálitið, A. III, 54; Úrv., 166.
4) Br. 1, 160 (1907).