Skírnir - 01.01.1953, Side 29
Skímir
Stephan G. Stephansson
25
hugsun inn í máliS sitt, hefur unnið því stórgagn”.1 Hjá
lesendum sínum kvað hann það oft misskilning, að það væru
orSin, sem þeir strönduðu á, það væri hugsunin í orðunum,
nýjungar í hugsunarhættinum.2 Og í skáldskap hans eru
ávallt innviðir, efnisauðlegð, hugsanafylling.
Efnið varðar jafnan með einhverjum hætti mennina eða
jörðina. Stephan er um fram allt mannlífsins og jarSlífsins
skáld. En við þessu er horft svo margvíslega, að varla mun
nokkurt íslenzkt skáld hafa ort um eins fjölbreytileg efni,
nema ef vera kynni séra Matthías.
Með fótfestu sinni á jarðríki og þjónustu í þágu mann-
heima var raunsæisstefnan eða realisminn sú bókmennta-
kenning, er Stephan stóð löngum næst, sagðist vera „hálfvolgur
realisti“, „realisti ... ekki nema hálfgert“3 — annars
ekki í neinni skálda-„torfu“, „svolítill útúrskotningur að-
eins“.4 Það skildi ef til vill minnst á, þótt hann hefði til
að mynda meiri hug á sögulegum yrkisefnum en hreinrækt-
aðir raunsæishöfundar. En hann mat fegurð og hugarflug
miklu meira en þeir. Honum fannst „lífið, eins og það líður,“
ekki nógu skáldlegt skáldskaparefni — nema með úrvinnslu
og endursköpun. Skáldskapurinn átti að vísu að vera sannur,
en „úrval höfundarins úr sannleikanum, til að skýra hug-
sjónina og listina“.5 Mesta listin var „að draga upp líf,
reikula hugi og umskiptasöm hjörtu“.6 Engan veginn skyldi
afneita skáldskapargildi draumanna, en ekki heldur draum-
ráðninganna, vökulífsins: „Draumar eru skáldskapur,
áreiðanlega — en hann er líka hitt: lifandi ráðning vakn-
aða mannsins.“7 En sérhver ætti aftur að mega ráða listina
að sínum skilningi. „Reglulegur skáldskapur er ekki einskorð-
un, hann er krafturinn, sem vekur „þúsund þanka“ .. .“8
1) Br. IV, 271 (1899).
2) Br. I, 142 (1906); IV, 394 (1925).
3) Br. I, 72 og 85 (1898 og 1899).
4) Br. III, 137 (1924).
5) Br. I, 73 og 85 (1898 og 1899).
6) Br. I, 102 (1900).
7) Br. II, 115 (1917). — 8) Br. I, 215 (1909).