Skírnir - 01.01.1953, Side 31
Skírnir
Stephan G. Stephansson
27
Nærtækust eru þar dæmi úr náttúrulýsingum hans. Þær
eru afar fjölbreytilegar að efni sem gerð, frá íslandi og Vestur-
heimi, frá sjó og landi, af árstíðum og veðtu-lagi — sumar
sem litauðug málverk, fleiri í ætt við meitlaðar höggmyndir,
en þó öðru fremur af hreyfingu, myndbreytingum — ýmsar
ljúfar og unaðslegar, en flestar og heztar af vetri eða auðn,
tign þeirra eða hrikaleik, og er þar sumt með því stórkostleg-
asta sinnar tegundar í bókmenntum okkar.
Ægifegurð fossins:
með mánagullið gustað fram á enni
og geiminn stjarna á floti þér við tær.1
Æðisgengin stórhríð:
Svo valt fram skriða af veðragjósti.
Og ofan hlíðar hríðin byltist
og hól og gildrag fal úr sjónum.
En dalabreiddin barmafylltist
af bylsins krafti, myrkri og snjónum.2
Helstorknaður vetrarmorgimn:
Það var eins og himinninn héngi við jörð
og hefði orðið samfrosta þar.3
En yfirleitt eru náttúrulýsingar Stephans einstaklega lif-
andi. Annars vegar verður dauð náttúran oft lífi gædd í ljóð-
um hans. En auk þess hafði hann „þann „smekk“, „sérvizku“
eða hvað það er,“ segir hann, „að náttúrulýsingar finnast
mér þá fegurstar, ef þær eru virkilegar og minna mann um
leið á eitthvað úr mannlífinu innra eða ytra“.4 Og ýmis
fremstu „náttúrukvæði“ hans eru einmitt slíkar mannlífs-
myndir í náttúrulíki. Lœkurinn verður ígildi hins sanna upp-
reisnarafls, sem ryður því feyskna úr vegi, en græðir upp að
1) Fossaföll, A. IV, 141; tJrv., 16.
2) Sigurður trölli, A. II, 235; tJrv., 46.
3) Á ferð og flugi, A. III, 25; tJrv.,143.
4) Br. I, 54—55 (1894).