Skírnir - 01.01.1953, Page 33
Skímir
Stephan G. Stephansson
29
bregðast þær vonir. Nú á eftir verður Jón hrak fram fluttur
hér í hátíðasal háskólans, og lýsi ég hann þar með kominn
og skráðan í Háskóla íslands, býð hann velkominn og tel
skólann sæmdan af honum.
Þannig verður máSurinn Stephani viðfangsefni, hvort sem
hann verður á vegi hans í þjóðsögum eða fornbókmenntum,
í samtíðinni — eða í eigin hugskoti.
Frá hjáliðnu timunum geymi ég gull,
sem gersemum nútíðar dýrra
var talið. — En ungum finnst ástæða full,
að ágætast muni ið nýrra.
En mér virðist hvorttveggja gersemi góð
og gagnlík að dýrmæti sínu
og hirði það, meðan að láta mér ljóð
og logar á kertinu mínu.1
Stephan seilist því oft til liðins og jafnvel fjarlægs tíma
eftir yrkisefnum og er, ásamt Grími Thomsen, eitt mest háttar
söguljóðaskáld okkar. En þrátt fyrir dálæti sitt á fornxnn
verðmætum fór því fjarri, að hann væri fornaldardýrkandi.
Hversu langt sem hann sækir efniviðinn, hefur hann sjaldan
sjónir af samtímanum, svo að sögukvæðin verða oftast með
einhverjum hætti í tengslum við líðandi líf — þótt hér sé
ekki ráðrúm til að styðja það dæmum.
Að sínu leyti er þessu líkt farið um œttjarðarljóðin. Stephan
leit ekki um öxl, hvorki í tíma né rúmi, til að hverfa aftur,
týnast lífsvettvangi sínum. — Hann, sem bar ást svo sjaldan
á vörum, orti Ástavísur til Islands, er lýkur svo:
En hvar sem ég ferðast um firnindi og lönd,
ég flyt með þá von mína eina,
að hvað, sem þú, föðurland, fréttir um mig,
sé frægð þinni hugnun. — Ég elskaði þig.2
1) Noma-Gestur, A. II, 112.
2) A. I, 128; CTrv., 20.